fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Lífið í uppnámi í miðri Íslandsferð – „Gæti ég komist í kast við lögin út af þessu?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. maí 2025 12:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ónefndur einstaklingur segist á samfélagsmiðlinum Reddit vera á ferð á Íslandi. Viðkomandi segist hafa farið í ferðina ásamt maka en þegar ferðin hafi verið hálfnuð hafi komið upp úr krafsinu að makinn hafi haldið framhjá en nánari lýsingar á framhjáhaldinu koma ekki fram. Óskaði ferðamaðurinn í kjölfarið eftir svörum við því hvort það myndi koma til kasta lögreglunnar hér á landi ef hann myndi skilja makann eftir en aka áfram á bílaleigubílnum, sem parið var á en ferðamaðurinn greiddi fyrir, einn síns liðs.

Ferðamaðurinn segir í færslunni að þegar framhjáhaldið hafi uppgötvast hafi parið verið statt á Kirkjubæjarklaustri. Viðkomandi segist í færslunni vera að hugleiða að aka á bílaleigubílnum til Reykjavíkur og halda svo strax í kjölfarið úr landi og heim á leið en skilja makann eftir á hótelinu eða aka af stað og bera framhjáhaldið upp á hann og skilja hann svo eftir á næstu bensínstöð. Ferðamaðurinn lýsir þó áhyggjum af mögulegum afleiðingum þess að skilja makann eftir:

„Gæti ég komist í kast við lögin út af þessu? Myndi ég þá neyðast til að taka hann með mér. Ég borgaði allan kostnað við ferðina og nú er hún ónýt og ég vil bara fara.“

Hvað á að gera?

Óskar ferðamaðurinn síðan eftir ráðum um hvernig best sé að bregðast við.

Sumir hvetja ferðamanninn til að keyra til Reykjavíkur, skilja makann þar eftir og njóta þess sem eftir er af ferðinni. Aðrir benda þó á að það sé til fulls mikils mælst fyrir ferðamanninn að þurfa að sitja með makanum í bíl alla þessa leið. Í öðrum svörum er ferðamanninum bent á að keyra makann á flugvöllinn á Egilsstöðum en sú leið er gagnrýnd einnig með því að of langt sé frá Kirkjubæjarklaustri til Egilsstaða.

Ferðamaðurinn er einnig hvattur til þess að afbóka flugmiða makans, þar sem viðkomandi borgaði fyrir hann, aftur til heimalands þeirra og ferðamaðurinn segir það góða hugmynd því tilhugsunin um að sitja við hliðina á makanum alla leiðina heim sé alls ekki góð. Annar aðili bendir þó á að það gætu orðið lagalegar afleiðingar af því að skilja makann vísvitandi eftir á Íslandi. Bendir viðkomandi ferðamanninum á að best væri einfaldlega að breyta sætaskipaninni þannig að hann þurfi ekki að sitja við hliðina á makanum.

Í sumum svörum er ferðamaðurinn hvattur í hálfkæringi til að skilja makann eftir úti í næsta vegkanti en Ísland sé samt of fallegt til að skilja eftir rusl á víðavangi.

Í einu svari er bent á að hægt sé að skila makann eftir á biðstöð Strætó á Kirkjubæjarklaustri og þaðan geti hann komist til Reykjavíkur. Svo virðist sem að ferðamaðurinn hafi ákveðið að fara þá leið en í svari hans við athugasemdinni segir að þrátt fyrir allt sé honum enn of annt um makann til að skilja hann eftir úti í næsta vegkanti og muni því skilja hann eftir á biðstöðinni. Hvort ferðamaðurinn ætli sér að klára Íslandsferðina eftir það eða gera eins og viðkomandi skrifar í innleggi sínu og halda strax heim á leið virðist hins vegar óljóst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Í gær

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Í gær

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann