fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Ferðamaður sér eftir að koma til Íslands – „Þetta er hávær, niðurdrepandi, ljótur og dýr staður“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 28. maí 2025 11:00

Ekki verða allir heillaðir upp úr skónum eftir Íslandsför.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir marga er ferðalag til Íslands draumur í dós, einkum að fá að sjá alla náttúrufegurðina sem landið hefur upp á að bjóða. Það kemur hins vegar fyrir að fólk verði fyrir vonbrigðum og finnist Ísland ljótt, leiðinlegt og dýrt ofan á allt.

„Ísland er ljótt. Já þið lásuð rétt. Mín persónulega reynsla er sú að Ísland sé ljótt,“ segir óánægð bresk kona í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit í augljóslega mislukkaðri ferð til eldgamla ísafolds.

Á þetta bæði við ferðamannastaðina sem hann fór á og Reykjavík, þar sem hún segist gista.

„Allur arkítektúrinn eru steinsteyptir klumpar með litlum gluggum og illa hirt. Þetta er svo niðurdrepandi,“ segir hún. „Það er ekki mikil bílaumferð en það eru alltaf bílar á vegunum og maður heyrir mjög vel í þeim.“

Verðlagið á Íslandi er oft á milli tannanna hjá erlendum ferðamönnum og hinn súri Breti er þar engin undantekning. Spyr hún hvernig í ósköpunum tvær súpur geti kostað 35 pund, það er rúmar 6 þúsund krónur. „Ég vissi að þetta  yrði dýrt en þetta er bara fáránlegt,“ segir hún með þjósti.

Ekkert mikilfenglegt

Þá segir sú breska að vegalengdirnar á milli staða allt of langar, vegina lélega og að hámarkshraðinn sé allt of lágur.

„Það er allt svo langt í burtu – og hvers vegna? Bjóða veðuraðstæðurnar ekki upp á að vegirnir séu betur gerðir?“ spyr hún. „Hámarkshraðinn er allt of lágur. Þetta er hávær, niðurdrepandi ljótur og dýr staður.“

Segist hún hafa farið í hestaferð með eiginmanni sínum um rauðlitað hraun. Það hafi ekki verið mikið fyrir augað.

Sjá einnig:

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi

„Ég gat séð þetta hraun í bílnum á leiðinni upp á hótel. Þetta voru bara rauðir steinar, ekkert mikilfenglegt,“ segir hún. „Það hefði verið betra ef ég hefði ekki heyrt í umferðinni, en hvað sem því líður þá var þetta ekki neitt athvarf í náttúrunni. Þetta var alveg eins og að vera í umferðinni.“

Vildi fara strax aftur heim

Ofan á allt þetta segist konan hafa veikst fyrsta daginn á Íslandi. Því hafi þau hjónin afbókað aðrar ferðir sem þau höfðu ráðgert að fara í. Hún segir það samt aðeins hluta af ástæðunni.

„Við höfðum það líka á tilfinningunni að við myndum þurfa að borga allt of mikið fyrir eitthvað sem er ekkert áhrifamikið og í raun og veru frekar leiðinlegt,“ segir hún. „Mér líkar það illa að vera hérna að ég var að hugsa um að panta flug til baka daginn sem við komum, en það voru engir góðir möguleikar í stöðunni. Við erum föst hérna núna og kvíðum fyrir dögunum sem við þurfum að dvelja á þessu landi. Heilt yfir finnst mér Ísland vera eitt stórt svindl, bæði á fjármunum og skapi. Ég sé svo sannarlega eftir að hafa komið hingað og ég hefði viljað vita þetta áður en ég ákvað að koma.“

Flestir ósammála

Eins og gefur að skilja hefur færslan fengið töluverð viðbrögð og það verður að segjast að fæstir eru sammála henni.

„Ég held að þú ættir að hafa samband við sálfræðing,“ segir einn í athugasemdum.

„Þetta er eins og að fara á tónleika og fara aldrei af bílastæðinu, en kvarta svo undan hljómsveitinni og tónleikastaðnum,“ segir einn sem telur að konan hafi ekki kynnst Íslandi.

„Mér leið eins þegar ég fór til Las Vegas. En svo sannarlega ekki þegar ég fór til Íslands,“ segir annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Diljá segir skiljanlegt að fólki sé brugðið yfir frjálsræði Rauðagerðismorðingjans og vill að erlendir glæpamenn afpláni erlendis

Diljá segir skiljanlegt að fólki sé brugðið yfir frjálsræði Rauðagerðismorðingjans og vill að erlendir glæpamenn afpláni erlendis
Fréttir
Í gær

Sara lenti í hræðilegu umferðarslysi fyrir sex árum – „Þennan dag misstum við næstum því molann okkar“

Sara lenti í hræðilegu umferðarslysi fyrir sex árum – „Þennan dag misstum við næstum því molann okkar“
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið
Fréttir
Í gær

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“