fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Rifbreinsbraut konu og stal af henni símanum

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 27. maí 2025 12:00

Reykjavík. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás og gripdeild með því að ráðast á konu í stigahúsi fjölbýlishúss í Reykjavík, með þeim afleiðingum að hún rifbeinsbrotnaði, og stela farsíma hennar.

Samkvæmt ákæru átti brotið sér stað í ágúst 2023. Veittist maðurinn að konunni, sem er um sextugt, inni í stigahúsinu með því að grípa um hana og kasta henni á stéttina fyrir utan stigahúsið þannig að konan lenti á vinstri hlið líkamans, síðan kastað símahulstri í hana og sparkað í vinsti úlnlið hennar. Afleiðingarnar voru þær að konan hlaut fjölbrot á rifjum vinstra megin (sundurbrot á rifbeinum 6-11), mar á hné og mar á öðrum stöðum á úlnlið og hendi. Maðurinn hrifsaði í kjölfarið til sín farsíma konunnar og yfirgaf síðan svæðið.

Maðurinn mætti ekki fyrir dóm og boðaði ekki forföll en ekki hafði tekist að birta honum ákæruna og það var því gert í Lögbirtingablaðinu. Fjarvera mannsins var talin ígildi játningar og því var hann sakfelldur.

Hann hafði ekki áður verið sakfelldur hér á landi fyrir refsivert brot. Það var metið honum til refsiauka að árásin var tilefnislaus og olli konunni töluverðu líkamstjóni. Við hæfi þótti því að dæma hann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi.

Konan krafðist um tveggja milljóna króna í miskabætur auk vaxta og dráttarvaxta. Dómnum  þótti við hæfi að bæturnar yrðu um 885.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta. Þar af eru 500.000 krónur í miskabætur en afgangurinn bætur vegna lækniskostnaðar, stuldar á símanum og vegna skemmda sem urðu á gleraugum konunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að börnin á Gasa dreymi um að deyja

Segir að börnin á Gasa dreymi um að deyja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman
Fréttir
Í gær

Arion banki mokgræðir – Hagnaðist um 16,2 milljarða á fyrri hluti ársins

Arion banki mokgræðir – Hagnaðist um 16,2 milljarða á fyrri hluti ársins
Fréttir
Í gær

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Í gær

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram
Fréttir
Í gær

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“