fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 22. maí 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð samþykkti í morgun að selja Perluna og þar að auki tvo tanka undir henni sem hýsa safn og stjörnuver, fyrir samtals 3,5 milljarða króna. Fulltrúar í minnihluta ráðsins segjast styðja að Perlan verði seld en gagnrýndu meðal annars greiðslufyrirkomulagið en kaupandinn mun greiða fyrir mannvirkið í 13 árlegum greiðslum fram til 2039. Sömuleiðis gagnrýndu þeir óljós ákvæði í kaupsamningnum um mögulega sölu til kaupandans á byggingarrétti á lóð Perlunnar.

Það er fyrirtækið Perlan þróunarfélag ehf. sem kaupir Perluna en félagið hefur séð um rekstur hennar undanfarin misseri.

Í bókun fulltrúa meirihlutans í borgarráði er sölunni fagnað og lögð áhersla á þær kvaðir sem settar voru í kaupsamninginn. Samkvæmt þeim hefur Reykjavíkurborg forkaupsrétt ætli nýi eigandinn sér að selja Perluna í framtíðinni. Kvöð er einnig um að Perlan verði nýtt undir afþreyingartengda starfsemi, svo sem söfn, sýningar, veitingaþjónustu eða annað sem geri staðinn að aðlaðandi áfangastað fyrir almenning í Reykjavík. Kvöð er einnig um að börn í grunnskólum Reykjavíkurborgar geti komið í skipulagðar grunnskólaheimsóknir, í þau náttúrusöfn sem verði þar rekin, endurgjaldslaust tvisvar sinnum á skólagöngu sinni í 1. til 10. bekk.

Greiðsla

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarrráði sátu hjá við afgreiðslu málsins en segjast í bókun styðja að Perlan hafi verið sett í söluferli en geri þó fyrirvara við greiðslufyrirkomulag og óljós vilyrði um byggingarheimildir og sitji því hjá við afgreiðslu málsins. Mikilvægt sé að staðinn sé vörður um hið mikilvæga útivistarsvæði Reykvíkinga sem umlyki Perluna.

Kaupverðið verður greitt þannig að 1. júní næstkomandi verða greiddir um 1,7 milljarður króna. Afgangurinn af kaupverðinu verður síðan greiddur, í alls 13 greiðslum, á sama mánaðardegi ár hvert fram til 2039 þegar síðasta greiðslan verður innt af hendi. Árið 2026 verða greiddar 500 milljónir, árið eftir 250 milljónir og loks 100 milljónir ár hvert þar til kaupverðið er greitt að fullu. Síðustu 11 greiðslurnar eru bundar byggingarvísitölu og síðustu 10 bera 4 prósent ársvexti frá 1. júní 2027 til greiðsludags. Kaupandanum er heimilt að greiða kaupverð að hluta eða í heild fyrr en tilgreint er í kaupsamningnum.

Einnig kemur fram í kaupsamningnum að verið sé að selja þrjár fasteignir, tankana tvo með safninu og stjörnuverinu og svo samkomuhús sem er þá hin eiginlega Perla en fasteignamat síðastnefndu eignarinnar er 4 milljarðar króna, 500 milljónum hærri en heildarkaupverðið fyrir eignirnar þrjár, auk lóðarinnar.

Einar Þorsteinsson fulltrúi Framsóknarflokksins í borgarráði og fyrrum borgarstjóri sagði hins vegar í sinni bókun að ánægjulegt væri að Perlan hefði verið seld fyrir uppsett verð og studdi söluna.

Byggingarréttur

Þegar kemur að ákvæðum um byggingarrétt, sem Sjálfstæðismenn gera athugasemd við, þá segir í kaupsamningnum að byggingaréttur á lóðinni, sem er hluti af kaupunum, sé 1.238,5 fermetrar samkvæmt samþykktri deiliskipulagsbreytingu frá 14. september 2017. Verði samþykktur aukinn byggingarréttur síðar sem krefjist aukinna lóðarréttinda muni kaupandi greiða fyrir aukin lóðarréttindi samkvæmt samþykktri hönnun. Skuli kaupverð byggingarréttar fundið á grundvelli almennra reglna um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar í Reykjavík, útgefnum í júní 2021. Greitt sé fyrir byggingarréttinn áður en framkvæmdir hefjast.

Það virðist nokkuð til í því að þessi ákvæði kaupsamningsins verði að teljast óljós.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem barst í kvöld var síðan tilkynnt að Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, og Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar þróunarfélags ehf. muni undirrita kaupsamninginn á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Pútín kallar Zelenskyy nasista – Þetta er ástæðan fyrir því

Pútín kallar Zelenskyy nasista – Þetta er ástæðan fyrir því
Fréttir
Í gær

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“
Fréttir
Í gær

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“
Fréttir
Í gær

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu