Samkvæmt heimildum DV eru nú sjö lögreglubílar og fjöldi sérsveitarmanna að störfum við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal. Lögregla hefur lokað hluta af götunni með lögregluborðum.
Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöð 4, upplýsir í símtali við DV að manns sé leitað vegna hnífstungu. Árásarþoli hefur verið fluttur á sjúkrahús.
Hjördís hefur ekki upplýsingar um líðan brotaþola. Hún vildi ekki gefa upp hvort um væri að ræða karl eða konu.
En árásarmaður er enn ófundinn.
Fréttin verður uppfærð