The Telegraph skýrir frá þessu og segir að ástæðan fyrir þessu sé að óttast sé að Bretar standi Rússum langt að baki þegar kemur að hernaðarátökum. Einnig sé óttast að landið sé algjörlega óundirbúið ef þessi slæma sviðsmynd raungerist.
Miðillinn segir að búið sé að biðja embættismenn um að uppfæra 20 ára gamlar viðbragðsáætlanir. Þessar áætlanir innihalda að sögn viðbragðsáætlun um hvernig á að bregðast við á fyrstu dögunum eftir árás og eru til áætlanir um viðbrögð við árásum með hefðbundnum vopnum, kjarnorkuvopnum eða umfangsmiklar tölvuárásir.
Áætlununum er einnig ætlað að veita forsætisráðherranum og ríkisstjórninni leiðbeiningar um hvernig á að stýra landinu á stríðstímum og hvenær ráðherrarnir eiga að leita skjóls í neðanjarðarbyrgjum í Lundúnum eða utan Lundúna.
Áætlanirnar ná einnig til konungsfjölskyldunnar og hvaða hlutverki ríkismiðillinn BBC á að gegna í upplýsingamiðlum til þjóðarinnar.