fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. maí 2025 09:00

Vaalimaa landamærastöðin á landamærum Rússlands og Finnlands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stafar ógn af Rússlandi og mun gera í framtíðinni. Þetta segir yfirmaður sænska hersins en sænski herinn fylgist vel með þróun mála.

Nýjar gervihnattarmyndir sýna að Rússar virðast vera að bæta við herafla sinn á mörgum stöðum við landamæri Rússlands að Finnlandi og Noregi.

Til dæmis eru þeir búnir að koma herþyrlum fyrir í um 180 km fjarlægð frá finnsku landamærunum og 110 kílómetra frá þeim norsku að sögn Sænska ríkistúvarpsins, SVT.

SVT hefur eftir Michael Claesson, yfirmanni sænska hersins, að herinn fylgist vel með því sem rússneski herinn gerir á svæðinu. Hann sagði að í hans huga stafi raunveruleg ógn af Rússlandi og muni gera um ókomna framtíð.

Finnar gengu í NATÓ 2023 og Svíar 2024.

NATÓ er að taka nýjar höfuðstöðvar í notkun í finnska hluta Lapplands og er reiknað með að sænskir hermenn verði staðsettir þar auk hermanna frá öðrum NATÓ-ríkjum.

Claesson sagði að uppbygging Rússa við landamærin sé í takt við fyrri yfirlýsingar þeirra því þegar Svíar og Finnar sóttu um inngöngu í NATÓ hafi Rússar sagt að þeir myndu grípa til aðgerða vegna þess og það sé það sem þeir hafi nú gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“