Það er ekki oft sem Íslendingar geta notið þess að vera í meiri hita heima hjá sér en til dæmis á Tenerife en ef veðurspár ganga eftir mun það rætast á laugardag. Þannig gerir norska veðurstofan, YR, ráð fyrir því að hitinn á Tenerife á laugardag muni hæst fara í 24 gráður.
Það verður víðar en á Egilsstöðum bongóblíða eins og að framan greinir; á Akureyri er spáð 20 stiga hita og sól, 18 gráðum á Húsavík, 16 gráðum í Reykjavík og 19 gráðum á Hólmavík.
Á sunnudag og mánudag er áfram gert ráð fyrri mjög góðu veðri um nær allt land; á Egilsstöðum er spáð 24 stiga hita á sunnudag og á Akureyri um 20 gráðum. Í Reykjavík verða svo um 15 gráður en heldur skýjaðra en fyrir norðan. Á mánudag gæti hitinn svo farið yfir 20 gráður fyrir norðan og austan en á suðvesturhorninu verða 17 gráður og sól.
Hér má kynna sér veðurspá næstu daga á vef Veðurstofu Íslands.