fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Heitara á Egilsstöðum en Tenerife um helgina

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. maí 2025 10:21

Þetta er svakaleg veðurspá.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er spáð algjörri bongóblíðu á nær öllu landinu um helgina en líklega verður hvergi hlýrra en á Egilsstöðum þar sem hitinn á laugardag gæti farið í 26 stig í glampandi sól.

Það er ekki oft sem Íslendingar geta notið þess að vera í meiri hita heima hjá sér en til dæmis á Tenerife en ef veðurspár ganga eftir mun það rætast á laugardag. Þannig gerir norska veðurstofan, YR, ráð fyrir því að hitinn á Tenerife á laugardag muni hæst fara í 24 gráður.

Það verður víðar en á Egilsstöðum bongóblíða eins og að framan greinir; á Akureyri er spáð 20 stiga hita og sól, 18 gráðum á Húsavík, 16 gráðum í Reykjavík og 19 gráðum á Hólmavík.

Á sunnudag og mánudag er áfram gert ráð fyrri mjög góðu veðri um nær allt land; á Egilsstöðum er spáð 24 stiga hita á sunnudag og á Akureyri um 20 gráðum. Í Reykjavík verða svo um 15 gráður en heldur skýjaðra en fyrir norðan. Á mánudag gæti hitinn svo farið yfir 20 gráður fyrir norðan og austan en á suðvesturhorninu verða 17 gráður og sól.

Hér má kynna sér veðurspá næstu daga á vef Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara