fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Endurgreiddu ekki fyrir ferð sem var aldrei farin

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 7. apríl 2025 10:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur lagt fyrir ónefnt fyrirtæki að endurgreiða ónefndum einstaklingi staðfestingargjald fyrir ferð sem hann hafði keypt af fyrtækinu, en ferðinni aflýst daginn áður en hún átti að vera farin. Hafði kaupandinn ítrekað farið fram á endurgreiðslu en án árangurs og sneri sér þá loks til nefndarinnar.

Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að engin gögn eða andsvör hafi borist frá fyrirtækinu þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir frá nefndinni.

Samkvæmt úrskurðinum hafi kaupandinn upphaflega samband við fyrirtækið í desember 2023 og óskaði eftir að kaupa af því einkaakstur um tiltekið svæði og næsta nágrenni. Það hefur verið afmáð úr úrskurðinum um hvaða svæði aksturinn átti að vera. Féllst fyrirtækið á að veita þjónustuna og upplýsti kaupandann um að verðið væri 150.000 krónur. Óskaði fyrirtækið eftir að af þeirri upphæð yrðu þegar í stað 75.000 krónur greiddar í staðfestingargjald en eftirstöðvarnar daginn áður en ferðin átti að fara fram, um miðjan júlí 2024.

Kaupandinn greiddi staðfestingargjaldið á Þorláksmessu 2023 með millifærslu en fékk ekki staðfestingu á því að greiðslan hefði borist fyrr en í lok júní 2024.

Bilun

Daginn áður en ferðin átti að fara fram aflýsti fyrirtækið ferðinni og sagði ástæðuna fyrir því vera bilun í bifreið þess. Hafði kaupandinn síðan þá ítrekað óskað eftir endurgreiðslu staðfestingargjaldsins en án árangurs.

Í niðurstöðu kærunefndar vöru- og þjónustukaupa er minnt á þá meginreglu samningaréttar að standa skuli við gerða samninga. Gögn málsins beri með sér að engir skilmálar um þjónustuna hafi verið kynntir kaupandanum við kaupin og enga skilmála hafi heldur verið að finna á vefsíðu fyrirtækisins. Því sé enginn grundvöllur fyrir því að halda umræddum 75.000 krónum eftir enda hafi þjónustan sem samið var um aldrei verið veitt.

Því er lagt fyrir fyrirtækið að endurgreiða kaupandanum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar