fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að sót berist inn um glugga og setjist í gluggakistur hjá íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs. Ástæðan er líkbrennsla sem starfrækt er í garðinum og hefur ástandið verið mjög slæmt að undanförnu.

Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag en þar kemur fram að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi sent ábendingu til kirkjugarðanna vegna þessa.

Sjá einnig: Foreldrar leikskólabarna í Fossvogi búnir að fá sig fullsadda af líkbrennslunni – „Anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín“

Haft er eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, að hann hafi fullan skilning á þessum óþægindum en bendir á að í síðustu viku hafi þurft að nota varaofn sem er ekki jafn góður og sá sem yfirleitt er notaður.

„Það er orðið mjög brýnt að ákvörðun verði tek­in sem fyrst um að ný bál­stofa með full­nægj­andi meng­un­ar­vörn­um verði byggð,“ segir hann og bætir við að staðið hafi til í um 20 ár að líkbrennslan færi í Gufunes. Ekki verði farið í frekari fjárfestingu þar nema rekstur sé tryggður og afstaða ráðuneytisins liggi fyrir.

Í frétt Morgunblaðsins er einnig rætt við Ásgeir Björnsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem segir að verið sé að endurskoða starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur. Bendir hann á að núverandi ofnar séu ekki með hreinsibúnað eins og tíðkast í nágrannalöndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“