fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Ævintýrinu er lokið sagði Pútín – „Athyglisvert“ sagði sérfræðingur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. apríl 2025 07:00

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn sendi Vladímír Pútín frá sér yfirlýsingu um að „ævintýri“ Úkraínumanna í rússneska héraðinu Kursk sé lokið þar sem rússneski herinn hafi náð fullum yfirráðum yfir héraðinu. Norðurkóreskum hermönnum var hrósað til skýjanna fyrir frammistöðu þeirra í bardögum í héraðinu.

Ríkisfréttastofan Tass skýrði frá þessu en spurningin er hins vegar hvort þetta sé rétt því úkraínski herinn segir þetta ekki rétt og að enn sé barist í héraðinu.

Flemming Splidsboel, sérfræðingur hjá Dansk Institut for International Studier, sagði í samtali við TV2 að tilkynning Pútíns sé „athyglisverð“. Ekki af því að Úkraínumenn hafi beðið ósigur í héraðinu, heldur af því að það hafi tekið Rússa svo langan tíma að ná aftur völdum í héraðinu. „Þetta segir okkur að rússneski herinn er í enn verra ástandi en við reiknuðum með,“ sagði hann.

Úkraínumenn réðust inn í Kursk í byrjun ágúst á síðasta ári. Þetta er stærsta árásin sem gerð hefur verið á rússneskt landsvæði síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Innrásin kom Rússum og umheiminum í opna skjöldu.

Hægt og bítandi hafa Rússar náð héraðinu aftur á sitt vald. Í mars tókst þeim að ná mjög stórum hluta þess úr höndum Úkraínumanna og á laugardaginn tilkynnti Valeri Gerasimov, formaður rússneska herráðsins, Pútín að úkraínski herinn hefði verið hrakinn úr héraðinu.

Gerasimov hrósaði norðurkóreskum hermönnum fyrir frammistöðuna í bardögunum í héraðinu og sagði þá hafa sýnt mikla fagmennsku þegar þeir börðust við hlið rússneskra hermanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið