fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét Löf neitar sök

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Halla Hansdóttir Löf, 28 ára gömul kona, sem situr í gæsluvarðhaldi, grunuð um að eiga aðild að láti föður síns, tannsmiðsins Hans Roland Löf, föstudaginn 11. mars, neitar sök.

RÚV greinir frá og vitnar í ónefndar heimildir.

Margrét hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 7. maí. Hún er talin hafa veitt bæði föður sínum og móður áverka í aðdraganda andláts föðurins. Móðirin tilkynnti um atvikið til lögreglu og eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang voru bæði hjónin flutt á sjúkrahús. Þar lést Hans Roland Löf, en hann varð áttræður þennan dag.

Heimili fjölskyldunnar er í einbýlishúsi við götuna Súlunes í Garðabæ. Öll þrjú voru skráð þar til heimilis og þar áttu atburðirnir sér stað.

Sjá einnig: Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“