fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Umdeildur þingmaður virtist fagna andláti páfa

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 11:30

Marjorie Taylor Greene Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marjorie Taylor Greene, þingmaður Repúblikana, olli usla á samfélagsmiðlinum X þegar hún virtist fagna andláti Frans páfa. Taylor Greene, sem kallar sig kristilegan þjóðernissinna, er ákafur stuðningsmaður Donald Trump og MAGA-hreyfingar hans og heldur sig lengst til hægri á hinu pólitíska rófi.

Níu klukkustundum eftir að tilkynnt var um andlát Frans tísti hún: „Í dag urðu stórar breytingar í forystusveit heimsins. Hið illa er lúta í lægra haldi fyrir hönd guðs.“

Í kjölfarið skall reiðialda á þingmanninum enda hinn fallni páfi afar vinsæll og ekki síst fyrir góðmennsku sína og baráttu fyrir málstað þeirra sem eiga undir högg að sækja.

Taylor Greene var alin upp sem kaþólikki en gerðist mótmælandi árið 2011 og hefur síðan verið harður gagnrýnandi kaþólsku kirkjunnar, sérstaklega útaf málum sem tengjast kynferðislegri misnotkun starfsmanna krikjunnar gagnvart börnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“