fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. apríl 2025 11:00

Hani á vappi. Hann tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf einstaklingar eru látnir eftir að byssumenn létu kúlum rigna yfir áhorfendur á hanabardaga í Ekvador. BBC greinir frá en árásin átti sér stað í Manabí héraði landsins, skammt fyrir utan bæinn La Valencia.

Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna fjóra byssumenn labba inn í hringinn þar sem hanarnir eru látnir berjast og hefja skothríð yfir áhorfendahópinn. Byssumennirnir hafa verið handteknir en fyrstu fréttir herma að þeir séu meðlimir þarlendrar undirheimaklíku sem vildi jafna um samkeppnisaðila sína sem stóðu fyrir hanabardaganum.

Viðskipti með fíkniefni eru gríðarlega umfangsmikil í Ekvador en talið er að þar starfi um 20 hópar eða klíkur sem berjist um yfirvöldin í hinum ábatasama bransa. Talið er að um 70% af kókaíni heimsins fari nú í gegnum Ekvador áður en það dreifist um allan heim enda nágrannarnir, Perú og Kólumbía, helstu framleiðendur efnisins ólöglega.

Fíkniefnaiðnaðinum fylgir gríðarlegt ofbeldi en aðeins í janúarmánuði á þessu ári var tilkynnt um 781 morð í landinu, flest þeirra tengd fíkniefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK