fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Trump tilkynnir um tolla á innflutning – „Dagur frelsunar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 20:26

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur núna ræðu í Rósagarðinum í Hvíta húsinu í Washington þar sem hann tilkynnir um tolla á innfluttum vörum.

„Þetta er dagur frelsunar og dagurinn þegar bandarískur iðnaður endurfæddist,“ sagði forsetinn í byrjun ræðunnar. „Við áttum amerískan draum sem við heyrum ekki mikið um núna.“ Sagði hann að bandarískir verkamenn og iðnaðarmenn hafi verið arðrændir en nú sé því lokið.

„Einn mikilvægasti dagurinn í sögu Bandaríkjanna, dagur þar sem efnahagslegu sjálfstæði Bandaríkjanna er lýst yfir,“ sagði Trump. Hann sagði að bæði fjandmenn og vinaþjóðir hefðu beitt Bandaríkin órétti með ofurtollum. „Í mörgum tilvikum er vinurinn verri en fjandmaðurinn.“

Trump hefur nú tilkynnt að 25% tollur verði lagður á alla innflutta bíla.

Trump segir ennfremur að vörur frá Evrópusambandinu fái á sig 20% toll.

Hins vegar fær Bretland aðeins á sig 10% toll.

Japan fær á sig 24% toll, Suður-Kórea 25%, Víetnam 46% og Swiss 31%. 

Lagður verður að minnsta kosti 10% tollur á allan innflutning. Þetta þýðir að 10% tollur leggst á innflutning frá Íslandi.

Trump boðaði með þessum tollum upprisu bandarísks iðnaðar og sér fyrir sér að fyrirtæki muni streyma inn til landsins með starfsemi sína, sem aldrei fyrr, meðal annars lyfjafyrirtæki. Enginn tollur verður lagður á vörur frá fyrirtækjum sem eru með starfsemi í Bandaríkjunum.

Fréttinni hefur verið breytt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu