fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Trump fjarlægði málverk af Obama og setti eitt af sjálfum sér í staðinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 04:05

Málverkið sem Trump er svo hrifinn af. Mynd:Foto: @WhiteHouse/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur fjarlægt margt og breytt mörgu í bandarísku samfélagi síðan hann tók við lyklavöldum í Hvíta húsinu í janúar. Hann lætur ekki þar við sitja og nú er hann farinn að taka til hendinni inn í Hvíta húsinu.

Hann hefur látið flytja málverk af Barack Obama, fyrrum forseta, sem hékk fyrir utan East Room á annan stað. Í staðinn er búið að hengja upp málverk af Trump með krepptan hnefa, skömmu eftir að hann var skotinn í eyrað á kosningafundi í Butler í Pennsylvania síðasta sumar.

Hvíta húsið skýrði frá þessu á X.

Staðurinn, þar sem málverkið var sett upp, hefur venjulega verið ætlaður undir málverk af síðasta sitjandi forsetanum á undan núverandi forseta. En hvorki Joe Biden né Trump létu gera málverk af sér þegar þeir fóru með völdin í Hvíta húsinu síðustu tvö kjörtímabilin og því hékk málverk af Obama enn á þessum stað. Það hefur nú verið fært þvert yfir ganginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin