fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Gervigreindin aðstoðar 9 manna fjölskyldu Arnars við að lækka matarreikninginn – „Höfum við farið niður í 15–20 þúsund krónur á viku“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 12:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stóra breytingin var að fara aðeins einu sinni í búð í viku og versla inn og fara eftir vikumatseðli við innkaupin – það skipti öllu,“ 

segir Arnar Gauti Finnsson, skrifstofustjóri hjá KA. Hann og eiginkona hans, Íris Rún Gunnarsdóttir, reka stórt heimili. Daglega eru þau sex, en geta farið í níu manns um helgar.

Arnar Gauti segir í viðtali við Akureyri.net hvernig honum tókst að lækka matarreikninginn heilmikið auk þess sem hann er farinn að elda meira spennandi mat.

Einu sinni í viku biður Arnar Gauti gervigreindina að setja saman vikumatseðla fyrir heimilið út frá grófum óskum, til dæmis fiskur á mánudegi, kjöt á þriðjudegi og svo framvegis. Markmiðið var einfalt í upphafi: að minnka matarsóun á heimilinu. Útkoman skilaði sér einnig í fjölbreyttari mat, minna stressi í eldhúsinu og talsverðum sparnaði í matarinnkaupum.

Matarreikningurinn lækkaði

„Þegar best hefur látið höfum við farið niður í 15–20 þúsund krónur á viku í matarinnkaupum,“ segir Arnar, en bætir við að fjölskyldan fái fisk frá tengdaföður hans.  Áður var kvöldmaturinn oftast verið ákveðinn samdægurs og of margar búðarferðir leiddu oft til þess að einhverjum óþarfa var kippt með í leiðinni.

Arnar segir ferlið skemmtilegt ferli, hjónin setjast yfirleitt niður á sunnudagskvöldum ásamt yngsta syninum og biðja gervigreindina að setja saman matseðil næstu viku. Auk þess að biðja um grófar tillögur eins og að ofan er getið er einnig hægt að lista upp hvaða matvörur eru þegar til á heimilinu og fá tillögur út frá því hráefni. Gervigreindin stingur á matseðlum sem hægt er að aðlaga að eigin óskum, og það besta: uppskriftir fylgja með.

Dæmi um vikumatseðil frá ChatGPT

  • Mánudagur – Ofnbakaður lax með sætri kartöflu og spínati
  • Þriðjudagur – Pasta með kirsuberjatómötum og mozzarella
  • Miðvikudagur – Ofnbakað kúrbítspasta með feta og sólþurrkuðum tómötum
  • Fimmtudagur – Kjúklingur Caprese í ofni
  • Föstudagur – Pítsa úr tortillubotni
  • Laugardagur – Sætar kartöflur með grilluðum osti og avókadó
  • Sunnudagur – Ofnbakaður þorskur með kartöflum og smjör-sítrónusósu

„Það er bannað að henda mat hjá okkur,“ segir Arnar sem segir fjölskylduna líka leggja áherslu á að elda mat sem auðvelt er að nýta daginn eftir. Skammtastærðir og skipulag hafi líka hjálpað til. 

„Þetta er bara nýtt verkfæri sem auðveldar svo margt í lífinu og gerir það meira að segja aðeins skemmtilegra. Maður er oft svo hugmyndasnauður þegar kemur að matseldinni og það er gaman að fá innblástur að einhverju nýju og það á svona auðveldan hátt,“ segir Arnar sem notar gervigreindina í vinnu og á heimilinu.

Á akureyri.net má finna mataruppskrift sem gervigreindin færði fjölskyldunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi