fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 16:57

Halldór Áskell Stefánsson, framkvæmdastjóri Skýja- og rekstraþjónustu hjá OK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OK býður nú upp á nýja þjónustu sem byggir á varaleið Farice um gervihnetti. Lausnin tryggir lágmarksnetsamband við útlönd ef fjarskiptasamband um alla sæstrengi við Ísland rofnar. Þjónustan er sérstaklega hönnuð með mikilvæga innviði og stofnanir í huga og veitir þeim aukið öryggi í fjarskiptum. Kemur þetta fram í tilkynningu. 

Fyrsti viðskiptavinur OK sem nýtir sér þessa nýju lausn er Kaupfélag Skagfirðinga, sem gegnir lykilhlutverki í fæðuöryggi á Íslandi. 

„Við leggjum mikla áherslu á stöðugleika í rekstri okkar og viljum tryggja að við getum sinnt okkar hlutverki óháð aðstæðum. Lausnin frá OK fellur vel að okkar öryggiskröfum og styrkir innviði okkar enn frekar,“ segir Björn I. Björnsson, verkefnastjóri kerfismiðju hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. 

„Við erum virkilega stolt af því að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa nýju varaleið. Hún virkjast sjálfkrafa ef fjarskiptasamband rofnar og krefst engrar tæknivinnu á staðnum – það er einfalt, öruggt og mikilvægt,“ segir Halldór Áskell Stefánsson, framkvæmdastjóri Skýja- og rekstraþjónustu hjá OK. 

Varaleiðin byggir eingöngu á gervihnattasamböndum og er hönnuð fyrir mikilvæga innviði en ekki almennan markað. OK mun bjóða lausnina til fyrirtækja og stofnana sem teljast kerfislega mikilvæg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“