fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Haraldur segir sjógang síðustu daga öðru en illviðri helst um að kenna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. mars 2025 14:30

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur/Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Sigurðsson prófessor emeritus í eldfjallafræði segir að skýringa á þeim mikla sjógangi sem verið hefur á Höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Suðurnesjum undanfarið sé helst að leita í öðru en miklu illviðri. Segir hann að skýringanna sé einkum að leita annars vegar í vaxandi rúmmáli hafsins og hins vegar í sigi jarðskorpunnar.

Eina og vart hefur framhjá lesendum farið hefur orðið mikið tjón á mannvirkjum og innanstoksmunum nærri sjó á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi en á síðasta nefnda staðnum lenti maður í sjónum eftir mikinn öldugang og liggur nú þungt haldinn á gjörgæslu.

Haraldur gerir sjóganginn að umtalsefni í færslu á Facebook:

„Menn kenna roki og illviðri um, en aðal orsökin er fyrst og fremst tengd tveimur þáttum sem hafa valdið hækkun sjávarborðs undanfarnar aldir. Þessir þættir eru (1) vaxandi rúmmál hafsins annars vegar og (2) sig jarðskorpunnar hins vegar.“

Skýringar

Því næst gerir Haraldur nánari grein fyrir þessum tveimur atriðum:

„Sjávarborðsbreytingar hafa verið mældar daglega í Reykjavíkurhöfn síðan 1956 … Í heild hefur sjávarborð í Reykjavík risið um 2.41 mm á ári. Á sama tíma hefur jarðskorpan sem borgin stendur á sigið um 1.2 mm á ári. Þessi tala kemur frá GPS mælingum á lóðréttri hreyfingu jarðskorpunnar frá 1996 til okkar daga. Ágæt heimild um þetta efni er BS ritgerð Haraldar Ketils Guðjónssonar við HÍ 2014.“

Haraldur segir alveg ljóst hver líkleg skýring sé á hækkun sjávarborðsins og sigi jarðskorpunnar:

„Sjávarborðshækkun getur stafað af bráðnun jökla og ekki síður af varmaþenslu sjávar. Hnattræn hlýnun veldur því að hafið hlýnar, þenst út og tekur meira pláss. Sig jarðskorpunnar undir Reykjavík er einn þáttur í flekahreyfingum á Íslandi.“

Hann segir ljóst að, hvað a.m.k. Höfuðborgarsvæðið varðar, sé þessi þróun ekki að fara að breytast:

„Engar líkur eru á að hegðun þessara tveggja þátta breytist á næstunni. Ástand strandlengjunnar úti á Seltjarnarnesi og norðvestur ströndum Reykjavíkur mun því fara stöðugt versnandi.“

Færslu Haraldar, með m.a. skýringarmyndum, má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“