fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Karl Steinar: Lögregla gæti kallað til fleiri hundruð óbreytta Íslendinga ef allt fer í skrúfuna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. mars 2025 08:00

Karl Steinar Valsson. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karli Steinari Valssyni, yfirmanni öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra, hugnast ekki að stofnaður verði her hér á landi. Karl Steinar var gestur í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi þar sem öryggismál Íslands komu meðal annars til umræðu.

Bjarni Már Magnússon, deildarforseti og prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst, hefur kallað eftir því síðustu vikur að stofnaður verði hér hér á landi. Hefur Bjarni meðal annars lýst því í greinum í Morgunblaðinu að í ljósi breyttra aðstæðna á alþjóðavettvangi geti Ísland ekki lengur verið herlaust ríki. Leggur hann til að tekin verði upp herskylda, meira fé verði varið í varnarmál og varnarmálaráðuneyti stofnað.

Sjá einnig: Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Á vef RÚV er fjallað um orð Karls Steinars í Silfrinu í gærkvöldi en þar sagði hann að lögregla gæti kallað til fólk úr röðum almennings í hættuástandi, til dæmis ef stríð brýst út. Hugnast honum þessi leið betur en að íslenskur her verði stofnaður.

„Hvað erum við þá að tala um? Sjóher, landher eða flugher? Við eigum ákveðnar lagaheimildir, meðal annars almannavarnakerfisins, þá getur lögregla kallað fólk til. Við eigum þær heimildir, þær valdbeitingaheimildir. Sjálfum hugnast mér mun frekar að við styðjum við þær stofnanir sem eru í landinu,“ er haft eftir Karli Steinari á vef RÚV.

Bætti hann við að hægt væri að kalla út fleiri hundruð manns ef svo ber undir, engin mörk væru á því.

„Það væri hægt að kalla til fólk á tilteknum aldri sem uppfyllir tiltekin skilyrði og er tilbúið að taka að sér ákveðin verkefni, eins og varðgæslu á ákveðnum stöðum undir stjórn lögreglu. Það væri hægt að fara einhverjar slíkar leiðir. Sjálfum hugnast mér slíkar hugmyndir mun meira, því sú umgjörð er til, lagalega,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum