fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Átti rétt á að rifta leigusamningi eftir að lögregla hafði gert húsleit á veitingastaðnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. mars 2025 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að eigandi veitingastaðarin Gríska húsið við Laugaveg skuli borinn úr úr leiguhúsnæði. Útburðarkrafan kom í kjölfar húsleitar sem gerð var í fasteigninni þann 13. júní síðasta sumar en veitingastaðnum var lokað í kjölfarið. Leigusalinn rifti síðan leigusamningnum við eiganda veitingastaðarins þann 20. júní.

Húsleitin var gerð í samvinnu lögreglu, Heilbrigðiseftirlitsins, Skattsins, Tollsins, ASÍ og Bjarkarhlíð. Var húsleitin gerð vegna rökstudds grunar um fíkniefnamisferli, peningaþvætti og mansal. Í húsleitinni kom í ljós að tveir starfsmenn á veitingastaðnum höfðu svefnstað í geymslurými í kjallara húsnæðisins.

Í málsástæðum leigusalans í úrskurði héraðsdóms segir meðal annars:

„Þá  vísar  gerðarbeiðandi  til  húsleitarinnar  sem  lögregla  gerði  13.  júní,  í  samstarfi  við  Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Skattinn, Tollstjóra, vinnustaðaeftirlit ASÍ og Bjarkarhlíð, stuðningssamtök hins opinbera og  ýmis  samtök  um  aðstoð  við  fórnarlömb  ofbeldis.  Tilgangur  aðgerðanna  hafi  samkvæmt  lögreglu  verið rökstuddur grunur um fíkniefnamisferli og mansal á veitingastað gerðarþola. Þrír hafi verið handteknir á  vettvangi. Rannsókn málsins sé umfangsmikil og standi enn yfir samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá vísar gerðarbeiðandi til þess að staðurinn hafi verið innsiglaður af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar sem lokaði fyrir allan aðgang að hinu leigða, bæði gagnvart gerðarþola og gerðarbeiðanda. Gerðarbeiðandi kveður sér ókunnugt um stöðu málsins hjá yfirvöldum en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum sé málið enn til rannsóknar og hið leigða því enn álitiðvettvangur ætlaðra refsiverðra afbrota.“

Úrskurðir Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

 

Fréttinni hefur verið breytt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“