fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Manndrápsmálið: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 16. mars 2025 18:44

Yfirlitsmynd af Gufunesi. Mynd: Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brottnám og misþyrmingar á 65 ára gömlum karlmanni frá Þorlákshöfn, sem leiddu til dauða hans, virðast hafa átt sér stað í kjölfar tálbeituaðgerðar. Þetta herma heimildir DV. Um þaulskipulagða aðgerð var að ræða sem margir tengjast. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi og fimm, sem sátu í haldi lögreglu skömmu eftir að maðurinn fannst látinn, hefur verið sleppt. Óstaðfestar heimildir DV herma að einhverjir af þeim fimmmenningum tengist málinu ekki á nokkurn hátt. Hins vegar sér ekki fyrir endann á því hvað margir kunna að tengjast málinu þegar upp er staðið en nýjasti sakborningurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í morgun (sunnudag).

Meðal þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi eru tvær konur á fertugsaldri. DV hefur heimildir fyrir því að húsleit var gerð hjá annarri konunni í liðinni viku en hefur ekki upplýsingar um hvort og hvaða aðrar húsleitir hafa verið gerðar við rannsókn málsins.

Málið er talið flókið og viðamikið. Rannsóknin er á viðkvæmu stigi og lögreglu getur litlar upplýsingar veitt. Rannsókn miðar þó vel. Lögregla hefur ítrekað upplýst að máið snúist um frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp.

Tálbeituaðgerðin sem talin er hafa átt sér stað í aðdraganda láts mannsins er af því tagi sem snýst um viðleitni ýmissa hópa til að afhjúpa meinta barnaníðinga. Þó hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að hinn látni hafi gerst sekur um slík brot og hann hefur ekki verið bendlaður við slíkt í umræðu. DV fjallaði fyrr á árinu töluvert um aðgerðir slíkra tálbeituhópa en þeir telja fórnarlömbum sínum trú um þeir séu í samskiptum við stúlku undir lögaldri í rafrænu spjalli og stúlkan býður þeim að hitta sig. Er hinn tálbeitti mætir á vettvang hittir hann fyrir tálbeituhópinn. Í þessu tilviki var hins vegar lýst eftir manninum fljótlega eftir að hann fór af heimili sínu í Þorlákshöfn og þegar lögregla hóf eftirgrennslan sína vaknaði grunur hennar um að maðurinn hefði verið frelsissviptur. Maðurinn virðist því hafa verið numinn á brott en ekkert hefur komið fram sem bendir til að það hafi verið í kjölfar stefnumóts.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Í gær

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir
Fréttir
Í gær

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Í gær

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað