fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Leikarar í Borgarleikhúsinu fara í verkfall – Þetta eru dagarnir

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 12. mars 2025 17:25

Að óbreyttu falla niður sýningar í Borgarleikhúsinu eftirfarandi daga. Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarar í Borgarleikhúsinu munu fara í verkfall í samanlagt sjö daga. Kjaraviðræður hafa verið í hnút í langan tíma.

Í tilkynningu frá Félagi íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) í dag kemur fram að viðræður samninganefndar við Samtök atvinnulífsins og Leikfélag Reykjavíkur hafi verið lýstar árangurslausar 5. mars. En viðræðurnar höfðu staðið yfir síðan í september.

Á deildarfundi 2. deildar FÍL þann 11. mars var ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um verkfall leikara og dansara hjá Leikfélagi Reykjavíkur, það er í Borgarleikhúsinu.

90 prósent samþykktu verkfall og mun það því verða klukkan 18:30 til 23:00 eftirfarandi daga:

Fimmtudaginn 20. mars, föstudaginn 21. mars, laugardaginn 22. mars, sunnudaginn 23. mars, fimmtudaginn 27. mars, laugardaginn 29. mars og sunnudaginn 30. mars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Í gær

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað