fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. febrúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 23 ára gamla Gabi Amoils átti ekki von á því að um fjórar milljónir manna myndu horfa á myndband af læknisheimsókn hennar fyrir skemmstu.

Eins og svo margir er Gabi haldin þeim slæma ávana að naga neglurnar en það getur komið fólki í koll, enda sýkingarhætta talsverð þegar sár opnast á fingrunum.

Gabi fékk slæma sýkingu í fingurinn um tveimur dögum eftir að hafa nagað aðeins of mikið.

„Ég man að ég var að spila Twister með vinum mínum og ég gat ekki einu sinni sett höndina á dýnuna,“ rifjar hún upp í samtali við News.com.au.

Amoils ákvað að sjá til og athuga hvort sýkingin færi ekki, en allt kom fyrir ekki.

Fimm dögum síðar ákvað hún þó að fara til læknis þar sem sársaukinn í fingrinum var orðinn næstum því óbærilegur. Hún fékk sýklalyf til að berjast gegn sýkingunni en þrátt fyrir það hélt sýkingin áfram að versna. „Fingurinn tvöfaldaðist að stærð yfir helgina,“ segir hún.

Hún fór aftur til læknis og var henni þá ráðlagt að fara á bráðamóttökuna til að fá rétta meðhöndlun þar sem læknirinn hafði ekki nauðsynleg verkfæri hjá sér til að stinga á kýlið sem hafði myndast.

„Læknirinn þar stakk á kýlið og sagði að lyktin hefði verið viðbjóðsleg,“ segir Amoils. Hún er nú á góðum batavegi, mánuði eftir að sýkingin kom upp, en húðin á fingrinum sé enn að jafna sig.

Frásögn hennar má sjá hér að neðan.

@maccyandcheese Traumatising to say the least #er ♬ original sound – Mac and cheese

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“