fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. febrúar 2025 17:27

Mynd/Unite

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var í nóvember sem stjórn Eflingar gaf frá sér ályktun þar sem Bakkavararbræður, Lýður og Ágúst Guðmundssynir voru fordæmdir fyrir framgöngu þeirra gegn starfsmönnum verksmiðja sinna í Bretlandi. Eins lýsti Efling yfir samstöðu og stuðningi við félaga sína í breska stéttarfélaginu Unite the Union sem þá höfðu verið í verkfalli svo vikum skipti til að krefjast bættra kjara.

Unite The Union sendi í dag tilkynningu til íslenskra fjölmiðla þar sem félagið segist hafa snúið aftur til Íslands til að stigmagna slaginn við Bakkavör.

Sjá einnig: Lýsa yfir andstyggð á framgöngu Bakkavararbræðra

„Aktívistar og meðlimir Unite hafa snúið aftur til Íslands og farið með baráttu sína fyrir mannsæmandi launum til Reykjavíkur, en það er liður í vinnudeilum félagsins við matvælafyrirtækið Bakkavör. Hundruð starfsmanna eru í ótímabundnum verkfallsaðgerðum í verksmiðju Bakkavarar í Spalding, Lincolnshire, eftir heilu árin af launaniðurskurði. Verkfallsaðgerðir hófust snemma í haust.

Stærstu hluthafar Bakkavarar eru íslensku athafnamennirnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Lýður Guðmundsson hefur áður verið sakfelldur fyrir fjármálamisferli gegn íslensku þjóðinni. Nú eru hann og bróðir hans að þéna milljarða á kostnað illra launaðra verkamanna í Bretlandi.“

Unite segist hafa sent baráttufólk í höfuðstöðvar Bakkavarar á Íslandi og í gær afhentu þeir formanni borgarráðs bréf. Félagið leitar í ráðhúsið út af viðræðum Reykjavíkur og Laki fasteignir um uppbyggingu leikskóla við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal. Laki fasteignir er í eigu fjárfestingafélagsins Pekron sem er í eigu Ágústar og eiginkonu hans. Eins hafi Unite fundað með félögum sínum í Eflingu sem og háttsettum íslenskum stjórnmálamönnum.

Ritari Unite, Sharon Graham, segir samkvæmt fréttatilkynningunni: „Okkar félagsmenn eru að berjast fyrir mannsæmandi launum í Bretlandi og við vitum að barátta okkar nýtur víðtæks stuðnings á Íslandi en þar hafa borgarnir séð þann skaða Guðmundssynir geta valdið. Guðmundssynir þurfa að átta sig á því að Unite mun ekki sætta sig við að félagsmenn þeirra fái fátæktarlaun og við höfum gert baráttuna alþjóðlega til að beina henni gegn þeim sem hafa valdið til að gera þær breytingar sem félagar okkar krefjast.“

Tekið er fram að Guðmundssynir eiga helming hlutafjár í Bakkavör og hafi því mikil ítök í rekstrinum. Bakkavör hafi skilað rúmlega 17 milljörðum í hagnað á síðasta ári og á síðustu fimm árum greitt 29 milljarða arð til hluthafa. Engu að síður séu flestir starfsmenn verksmiðjunnar í Spalding aðeins með 2.119 kr. á tímann sem sé um 18 kr. meira en sem nemur breskum lágmarkslaunum.

Síðustu þrjú ár hafi laun verksmiðjustarfsmanna lækkað um rúmlega 10 prósent. Unite fer nú fram á launahækkun upp á að meðaltali tæpar 150 krónur á klukkustund. Slík hækkun nemi aðeins um tveimur prósentum af hagnaði Bakkavarar.

Mynd/Unite
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“