fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 3. febrúar 2025 14:00

Ragnar Þór Pétursson fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, segist ekki hissa á því að verkföll séu skollin á aftur. Hins vegar sé hægt að stoppa þau hjá þeim sveitarfélögum sem séu reiðubúin til að semja.

„Það fór eins og við mörg óttuðumst. Verkföll eru skollin á aftur. Ég er því miður ekki hissa,“ segir Ragnar Þór í grein á Vísi í morgun.

Þrjár ástæður

Segir hann þrjár ástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi vegna þess að Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hafi lagt fram óraunhæfa innanhústillögu. Að ríkisstjórnin hafi sýnt af sér andvaraleysi en svo rokið af stað til að styðja við hina ónýtu tillögu. Í þriðja lagi að ástæða sé til að ætla að Samband íslenskra sveitarfélaga sé vanhæft og óviljugt til samninga.

Hvað þriðja liðinn varðar nefnir Ragnar Þór að pólitískir andstæðingar gangi ekki í takt.

„Þau sveitarfélög sem lúta stjórn Sjálfstæðisflokksins vilja ekki, munu ekki – og ætla ekki að semja við kennara svo lengi sem þeir geta þvælt málið inni í Sambandinu,“ segir Ragnar Þór. „Þeir munu alltaf segja: „nei“ við raunhæfum lausnum og virðast hafa gert það á ögurstundu í gær og þar með hindrað að komið yrði í veg fyrir verkföll.“

Á meðal þeirra sveitarfélaga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta eru meðal annars Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Akureyri og Árborg. Á meðal þeirra sveitarfélaga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta eru Reykjavík, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Hveragerði og Vestmannaeyjar.

Leið út

Krafan hjá þessum sveitarfélögum sé ekki að semja heldur beita lögsóknum eða lagasetningu. Eins og staðan sé núna virðast öll sund vera lokuð. En þó sé til ein leið sem gæti leyst málið. Það er að semja við þá sem vilji semja en beita verkföllum gegn hinum.

„Augljósa leiðin áfram er að þau sveitarfélög sem um helgina voru raunverulega til í að reyna að ná sáttum eða hafa áttað sig á því að þau hafa sömu hagsmunir og kennarar að því að ná lendingu – að þau geri bara samninga sjálf. Þau mega það alveg,“ segir Ragnar Þór.

Þetta geti þau gert í samfloti eða hvert fyrir sig. Ríkið geti gert það sama. Þá muni sveitarfélögin sem neiti öllum raunhæfum tilboðum sitja ein í súpunni og kennarar beint sínum verkföllum að þeim sérstaklega.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“