fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Ofurbjört LED framljós í nýjum bílum að gera ökumenn brjálaða – „Þetta er óþolandi“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 14. febrúar 2025 15:30

Sumir segja að hin nýju framljós séu eins og háu ljósin. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

LED bílljós í ýmsum nýjum bílum virðast vera að gera marga ökumenn mjög reiða. Er jafn vel talað um að þessi nýju ljós séu beinlínis hættuleg og að þau virki eins og háu ljósin.

„Að keyra á móti þessum bílum er næstum því blindandi, sérstaklega í myrkri,“ segir íslenskur ökumaður á samfélagsmiðlinum Reddit. Á hann þá við bíla með LED ljósabúnað, einkum nýja bíla eins og Tesla, Audi og BMW. „Ég þarf stundum um hábjartan dag að fella niður baksýnisspegil út af birtu út af þessum björtu ljósum. Eru enginn lög um ljósabúnað á Íslandi? Er ekkert eftirlit?“ spyr hann.

Er hann ekki einn um þetta og hefur skapast mikil umræða.

„Þetta er óþolandi, og gefur líka LED perunni slæmt orð. Skil ekki hvernig svona stór fyrirtæki fara að því að gera þetta svona fokking illa,“ segir einn netverji í athugasemdum.

Annar nefnir að bílaframleiðendurnir geri þetta beinlínis viljandi. Það er að hafa hátt stillt framljós gefi bílnum beittara útlit.

„Vanhæfni og aðgerðarleysi stjórnvalda er algjört. Bláa ljósið frá led perum er miklu meira skerandi þótt lumensin séu svipuð og glóperur og innan löglegra marka,“ segir einn og segir lausnina geta verið þá að lækka lúmen (mælieining fyrir ljósflæði) LED pera. Segist hann hafa mætt lögreglubílum sem eru með svona ljós. „Mætti à Vesturlandsveginum að nóttu til löggubíl ùr hinni áttinni sem var með kveikt à risa flóðlýsingu og ekkert að pæla ì hættunni sem stafar frá því. Ljósmagnið var gjörsamlega súrrealískt og vægast sagt algjört overkill,“ segir hann.

Nefnt er að þessi framljós séu það björt að það sé eins og bílarnir séu með háu ljósin á. Stórhættulegt sé að mæta þeim.

Umræðan er alls ekki bundin við Ísland. Á sama samfélagsmiðli er til að mynda heill umræðuhópur um óþarflega björt framljós bíla þar sem rætt er um skaðsemina og lögmæti þessara pera.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Í gær

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“