fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Segir fimm 12 ára drengi halda Breiðholtsskóla í heljargreipum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 10:56

Breiðholtsskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ógnaröld ofbeldis, eineltis og kynferðislegrar áreitni ríkir í Breiðholtsskóla eins og kom fram í fréttum Morgunblaðsins fyrr í vikunni. Bylgjan hefur eftir foreldri stúlku í skólanunm að ástandið sé verst í 12 ára bekk. Þar séu fimm drengir sem í raun haldi skólanum í heljargreipum.

Hermann Austmar er faðir 12 ára stúlku í Breiðholtsskóla sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hendi þessara drengja. Hún hafi verið tekin hálstaki þannig að hún náði ekki andanum, hróp hafi verið gerð að henni í íþróttatíma og hún hafi verið beitt andlegu ofbeldi, kölluð „fötluð“ og „ógeðsleg“.

Hermann segir að menningarlegur vandi sé í spilinu og ekki hafi tekist að ná samvinnu við foreldra þessara fimm 12 ára drengja sem viðhaldi ógnaröld í skólanum. Hann segir athafnaleysi skólans og skóla- og frístundasviðs í málinu vera glæpsamlegt. „Þetta er stofnun sem ekki er hægt að treysta,“ segir Hermann.

„Ofbeldið er enn alvarlegra en fólk heldur, þetta eru ekki einhver einstök mál. Eins og starfsmenn skólans eru búnir að lýsa þessu fyrir mér þá er alvarleg ofbeldismenning í þessum árgangi,“ segir Hermann.

Segir hann að nýlega hafi 3-4 drengir ráðist á nýjan nemanda við skólann, var hann laminn og árásin tekin upp á Snapchat svo aðrir nemendur gætu séð ofbeldið og ekki færi á milli mála hverjir ráða þarna.

Ofbeldi drengjanna sé andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Segir hann að fjölmennur foreldrafundur um vandann hafi verið haldinn í desember. Þar hafi komið fram að börn séu logandi hrædd við að vera í skóilanum og mæta í skólann. „Og það er þannig að það eru einhver börn sem eru ekki að mæta í skólann,“ segir Hermann, en hlusta má á viðtalið hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Hannes játaði að hluta – Hvað varð um hin málin gegn honum?

Múlaborgarmálið: Hannes játaði að hluta – Hvað varð um hin málin gegn honum?
Fréttir
Í gær

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs
Fréttir
Í gær

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorleifur Kamban er látinn

Þorleifur Kamban er látinn