fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Segir fimm 12 ára drengi halda Breiðholtsskóla í heljargreipum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 10:56

Breiðholtsskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ógnaröld ofbeldis, eineltis og kynferðislegrar áreitni ríkir í Breiðholtsskóla eins og kom fram í fréttum Morgunblaðsins fyrr í vikunni. Bylgjan hefur eftir foreldri stúlku í skólanunm að ástandið sé verst í 12 ára bekk. Þar séu fimm drengir sem í raun haldi skólanum í heljargreipum.

Hermann Austmar er faðir 12 ára stúlku í Breiðholtsskóla sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hendi þessara drengja. Hún hafi verið tekin hálstaki þannig að hún náði ekki andanum, hróp hafi verið gerð að henni í íþróttatíma og hún hafi verið beitt andlegu ofbeldi, kölluð „fötluð“ og „ógeðsleg“.

Hermann segir að menningarlegur vandi sé í spilinu og ekki hafi tekist að ná samvinnu við foreldra þessara fimm 12 ára drengja sem viðhaldi ógnaröld í skólanum. Hann segir athafnaleysi skólans og skóla- og frístundasviðs í málinu vera glæpsamlegt. „Þetta er stofnun sem ekki er hægt að treysta,“ segir Hermann.

„Ofbeldið er enn alvarlegra en fólk heldur, þetta eru ekki einhver einstök mál. Eins og starfsmenn skólans eru búnir að lýsa þessu fyrir mér þá er alvarleg ofbeldismenning í þessum árgangi,“ segir Hermann.

Segir hann að nýlega hafi 3-4 drengir ráðist á nýjan nemanda við skólann, var hann laminn og árásin tekin upp á Snapchat svo aðrir nemendur gætu séð ofbeldið og ekki færi á milli mála hverjir ráða þarna.

Ofbeldi drengjanna sé andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Segir hann að fjölmennur foreldrafundur um vandann hafi verið haldinn í desember. Þar hafi komið fram að börn séu logandi hrædd við að vera í skóilanum og mæta í skólann. „Og það er þannig að það eru einhver börn sem eru ekki að mæta í skólann,“ segir Hermann, en hlusta má á viðtalið hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“