

Ákæruliðirnir voru fjórir. Fyrsta tilvikið átti sér stað í desember árið 2023 en þá sendi ákærði eftirfarandi skilaboð á fyrrverandi maka sinn:
Næsta atvik átti sér stað í maí á þessu ári en þá sendi hann fyrrverandi maka sínum líflátshótanir í hljóðskilaboðum.
Þar sagði hann meðal annars:
„Þú munt sjá, sjáðu, ef ég ekki ríf þig í tvennt, opna ég magann á þér, tek magann þinn út. Spýttu framan í mig, bíddu bíddu svo þú sjáir endalok þín, og sjáir hvernig ég ætla að gera það.“
Þriðja tilvikið átti sér stað fimm dögum síðar þar sem hann sendi fleiri hljóðskilaboð og sagði meðal annars:
Fjórða og síðasta tilvikið átti sér svo stað tæpum tveimur vikum síðar en þar var um að ræða löng hljóðskilaboð þar sem maðurinn hótaði meðal annars að grafa upp líkamsleifar látins afa fyrrverandi sambýliskonunnar og smána fjölskyldu hennar.
„Komdu út og segðu það við andlitið á mér tík, [..,] Komdu út tík, komdu út, helvítis tík. Mamma þín er tík. Þú ert tík eins og hún. Ég ætla ekki að gefast upp. Nú er stríðið hafið. Nú ætla ég að segja þér aðeins, nú ætla ég að tala um móðurina sem fæddi þig. Ef ég lem þig ekki, ef ég brýt ekki hausinn á þér. Ég brýt hausinn þinn þegar ég sé partana úr afa þínum [..,] Af hverju kemurðu ekki út, tík? Hóra! Það var gaur sem reið systur þinni. Fjórir gaurar sem riðu mömmu þinni [..,] Sjáðu, ég ætla að grafa upp afa þinn. Heyrðu. Þú munt hringja grátandi eftir að ég geri það. Þú ert að neyða mig núna. Ég lofa þér, áður en þetta klárast, ætla ég að stinga þig og fara í fangelsi [..,] Ég ætla að stinga þig.“
Maðurinn játaði skýlaust sök en hafnaði þó bótakröfu í málinu og fór fram á vægustu refsingu er lög leyfa. Þar sem hann játaði var farið með málið sem játningarmál og það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu.
Dómari rakti að manninum hefur ekki áður verið gerð refsing en á sama tíma væri hér um að ræða gróf brot sem beindust gegn fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður. Það horfði honum til málsbóta að hafa játað og lýst yfir iðrun.
Fyrrum sambýliskonan fór fram á 2,5 milljónir í miskabætur. Maðurinn hafnaði þeirri kröfu og sagði ósannað að hún hefði orðið fyrir tjóni vegna brota hans. Dómari rakti þó að háttsemi mannsins hafi verið til þess fallin að valda miska auk þess sem af framburði fyrrum sambýliskonunnar mætti ráða að hún hafi upplifað mikla vanlíðan og óöryggi vegna framkomunnar. Taldi dómari hæfilegar miskabætur vera 400 þúsund krónur auk vaxta og dráttarvaxta.
Hvað refsingu varðaði mat dómari að hæfilegt væri að dæma manninn í 90 daga fangelsi en skilorðsbinda það til tveggja ára.