fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. desember 2025 12:30

Guðný S. Bjarnadóttir stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi, segir að búið sé að normalísera það að konur þurfi stöðugt að verja sig. Guðný skrifar aðsenda grein á Vísi um stafrænt ofbeldi og segir hún að þær konur sem ekki hafa upplifað slíkt verði alltaf færri og færri.

Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga alþjóðlegs átaks gegn kynbundnu ofbeldi og er áherslan í ár á stafrænt ofbeldi.

Guðný segir í grein sinni að stafrænt ofbeldi sé vaxandi samfélagsmein og þó birtingarmyndirnar séu nýjar séu rótin og mynstrin þau sömu: „Misnotkun valds, kerfisbundin mismunun og samfélag sem leyfir gerendum of oft að beita ofbeldinu óáreittir.“

Áður óþekktar leiðir hafa opnast

Hún segir að stafrænt ofbeldi hafi opnað gerendum áður óþekktar leiðir til að áreita, stjórna og þagga niður í konum.

„Konur þurfa sífellt að vega og meta öryggi sitt á götum borgarinnar, vinnustaðnum, heima hjá sér og í nánum samböndum. Nú hefur bæst við enn einn vettvangur: netið og stafrænt rými sem fylgir okkur hvert sem við förum. Konur þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þær birta mynd, skrifa athugasemd eða taka þátt í samfélagsumræðu. Konur þurfa að íhuga hvaða áhætta felst í því að vera sýnilegar, að tjá sig, að standa fast á sínu… að vera til.“

Að sama skapi segir hún að gerendur nýti hinn stafræna vettvang til að bita ofbeldi með miklum sveigjanleika í aðferðum og nafnleysi.

„Þeir nýta sér ýmsar leiðir svo sem dreifingu myndefnis án samþykkis, hótanir, rakningu, stöðuga áreitni og hatursorðræðu. Nýjar leiðir með sama ofbeldinu, nú fléttað inn í daglegt líf kvenna með engri undankomuleið. Það þarf vart að útlista afleiðingar hvers kyns ofbeldis, þær eru alltaf jafn alvarlegar sama í hvaða formi það er.“

Þreytandi staða

Guðný segir skýrslur sýna að meirihluti íslenskra kvenna sem verður fyrir stafrænu ofbeldi tilkynnir það ekki vegna vantrausts á kerfinu. Nauðsynlegt sé að bæta kerfið svo að gerendur finni fyrir afleiðingum brota sinna, en ekki síst svo að brotaþolar fái á tilfinninguna að það sé eitthvað hægt að gera og að það þjóni tilgangi að tilkynna og kæra brot.

„Það þykir eðlilegt í dag að konur deili staðsetningu sinni þegar þær fara á stefnumót eða tali í símann á meðan þær ganga heim til sín. Sumar konur gefa upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu til að forðast áreiti eða láta leigubílinn stoppa 3 húsum frá heimili þeirra. Þetta er þreytandi. Það er þreytandi að þurfa sífellt að huga að öryggi sínu og geta ekki slakað á.“

Guðný segir að lokum að það sé mögulegt að ein dreifing myndefnis í óleyfi, ein hótun eða ein athugasemd hafi afgerandi afleiðingar fyrir þolanda. „Gefum ofbeldismönnum ekki frípassa til að beita ofbeldi án þess að þurfa axla ábyrgðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Mosfellsbæ
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist við strendur Íslands ef Grænlandsjökull bráðnar? Svarið gæti komið þér á óvart

Hvað gerist við strendur Íslands ef Grænlandsjökull bráðnar? Svarið gæti komið þér á óvart
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skyldi vanbúna og óreynda kærustuna eftir á fjallstindi til að ná í hjálp – Ákærður fyrir manndráp

Skyldi vanbúna og óreynda kærustuna eftir á fjallstindi til að ná í hjálp – Ákærður fyrir manndráp