

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, er farinn í tímabundið veikindaleyfi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar er greint frá því að ráðherrann þurfi að gangast undir hjartaaðgerð snemma á næsta ári. Það hafi verið niðurstaða læknisrannsókna sem Guðmundir Ingi hafi farið í.
Gert er ráð fyrir að aðgerðin tryggi ráðherra fullan bata til lengri tíma og að hann snúi aftur til starfa í kjölfarið.
Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, mun tímabundið gegna starfi mennta- og barnamálaráðherra í fjarveru Guðmundar Inga. Þá hefur varaþingamaðurinn Þóra G. Briem, tekið sæti Guðmundar Inga á þingi.