fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. desember 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er frjáls!“ skrifaði Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, á Facebook um helgina þar sem hún tilkynnti að hún hefði sagt upp áskrift sinni að streymisveitunni Spotify.

„Lengi ætlað að gera það vegna hraksmánarlegrar framkomu fyrirtækisins við tónlistarmenn, sem hafa þurft að þola algert tekjuhrun eftir að streymisveitan tók yfir stærstan hluta markaðarins. Ég varð enn ákveðnari í því þegar í ljós kom að hún var farin að lauma gerviflytjendum og gervigreindartónlist inn á listana hjá sér til að sölsa undir sig enn stærri hluta af greiðslum til tónlistarmanna.

Ástæðan fyrir því að ég hikaði var sú, að þetta er bara svo fjári þægilegt. Allir listarnir mínir voru þarna inni, það væri svo mikið vesen að byggja þá upp annars staðar. En þegar ég frétti að fjárfestingarfélag Daniels Ek, stofnanda og stjórnanda Spotify, væri farið að fjárfesta í þýska fyrirtækinu Helsing, sem er að þróa hernaðargervigreind sem velur skotmörk – manneskjur – á vígvellinum og drepur þær, var mælirinn fullur.“

Sigríður segir aðeins hafa þurft einfalda Google-leit til að finna leiðbeiningar í breska dagblaðinu Guardian um aðferðir til að flytja spilunarlistana sína yfir á aðra streymisveitu og hún hafi valið Tidal, „sem borgar listamönnum talsvert betur en Spotify, býður upp á meiri hljómgæði, og er ekki notað til að fjármagna aðferðir til að láta gervigreindina drepa fólk, svo ég viti til.“

Hvatti Sigríður vini sína til að kaupa tónlist lifandi listamanna á vínyl eða geisladiskum, fara á tónleika, gefa tónlist í jólagjafir. (Eða bækur! Ekki gleyma bókum!) Bætti hún síðar við að það væri vandlifað, henni hefði verið bent á Tidal sé líka í eigu vopnasöluþrjóta og ætlaði hún að skoða Apple Music. „Nútíminn er trunta og ég dey sennilega ein, grafin undir plötustaflanum mínum. Mér sýnist Deezer vera sniðugur. Hann borgar listamönnum að vísu ekki jafnmikið og Tidal, en virðist vera vammlaus og sæmilega þægilegur í notkun. Og svo er hann franskur.“

Vill einnig frelsi, frá Sigríði

Sigríður er því laus undan Spotify, en Steinar Sveinsson leiðsögumaður segist sömuleiðis vilja vera frjáls; frá Sigríði.

„Ég vil líka verða frjáls … frá Sigríði Hagalín Björnsdóttur. Það er ekkert mál að verða ,,frjáls” frá Spotify líkt og Sigríður gerir hér mikið úr. Maður annað hvort kaupir ekki áskrift eða segir henni upp hafi maður gert það. Hið einfaldasta mál.“

Í færslu sem Steinar deilir í Facebook-hópnum Báknið burt segir hann hins vegar ómögulegt að verða frjáls frá Sigríði.

„Ég borga beint fimm nauðungaráskriftir til að standa undir launum hennar hjá ánauðarmiðlinum RÚV, vegna mín persónulega og fyrirtækja minna.

Heimilisbókhaldið verður fyrir enn frekara hnjaski vegna annarra fjölskyldumeðlima sem verða að borga nauðunguraráskriftina vegna sín persónulega og fyrirtækja sinna.“

Segir Steinar um að ræða nauðungaráskrift sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið á koppinn í einni af mörgum atlögum sínum að eigendum smáfyrirtækja.

„Ofan á það allt borga ég Sigríði Hagalín Björnsdóttur rithöfundalaun. Metsöluhöfundi! Og til að toppa allt saman þá borga ég eiginmanni hennar einnig rithöfundalaun.

Ég vil segja Sigríði Hagalín Björnsdóttur upp! Ég vil verða frjáls frá Sigríði Hagalín Björndóttur! Ég vil ekki taka virkan þátt í heimilisrekstri þeirra hjóna með nauðungaráskriftum og greiðslu rithöfundalauna til þeirra beggja. Er til of mikils mælst?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðni sendir neyðarkall: Stofnun sem hjálpað hefur mörgum berst fyrir lífi sínu

Guðni sendir neyðarkall: Stofnun sem hjálpað hefur mörgum berst fyrir lífi sínu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögmaðurinn laus úr haldi og segir ásakanirnar fjarstæðukenndar – „Er bara andlega í molum“

Lögmaðurinn laus úr haldi og segir ásakanirnar fjarstæðukenndar – „Er bara andlega í molum“
Fréttir
Í gær

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“
Fréttir
Í gær

Viðrekstur kvenna lyktar verr en karla – Þetta er ástæðan

Viðrekstur kvenna lyktar verr en karla – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist við strendur Íslands ef Grænlandsjökull bráðnar? Svarið gæti komið þér á óvart

Hvað gerist við strendur Íslands ef Grænlandsjökull bráðnar? Svarið gæti komið þér á óvart
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skyldi vanbúna og óreynda kærustuna eftir á fjallstindi til að ná í hjálp – Ákærður fyrir manndráp

Skyldi vanbúna og óreynda kærustuna eftir á fjallstindi til að ná í hjálp – Ákærður fyrir manndráp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig er örvæntingarfull – „Ég vil ekki þurfa að jarða einkason minn“

Sólveig er örvæntingarfull – „Ég vil ekki þurfa að jarða einkason minn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotamenn fyrir norðan lögðu fé inn á albanska bankareikninga

Brotamenn fyrir norðan lögðu fé inn á albanska bankareikninga