fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. desember 2025 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

29 ára gamall maður frá Grikklandi sem setið hefur undanfarna daga í gæsluvarðhaldi vegna andláts portúgals manns um fertugt á heimili þess síðarnefnda á Kársnesi í Kópavogi hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu.

Ekki var farið fram á framlengingu gæsluvarðhaldsins af hálfu lögreglu. Elín Agnes Eide, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gat ekki svarað því hvort maðurinn væri enn grunaður um að hafa banað hinum látna. Samkvæmt frétt RÚV af málinu um helgina voru áverkar á líki hins látna.

„Eins og staðan er núna erum við ekki að framlengja og við erum bara að skoða í kjölfarið þau gögn sem við höfum. Þetta er bara full blown rannsókn og við sjáum ekki ástæðu til að framlengja. Það er ákveðin niðurstaða í bili.“

Sjá einnig: Mannslát í Kópavogi er til rannsóknar

DV greindi fyrst frá málinu sunnudaginn 30. nóvember. Miklar lögregluaðgerðir með aðkomu tæknideildar lögreglu höfðu þá staðið yfir á og við heimili mannsins frá um kl. 11 og inn í eftirmiðdaginn. Lögregla fann manninn látinn á vettvangi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Marko fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina