fbpx
Laugardagur 31.janúar 2026
Fréttir

Banaslys í Mosfellsbæ

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. desember 2025 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður um þrítugt lést í árekstri jepplings og flutningabíls á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, sunnan Leirvogsár á móts við Bugðufljót, síðdegis í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 16.50, en bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt. Samkvæmt tilkynningunni er talið annarri bifreiðinni hafi verið ekið yfir á rangan vegarhelming. Vesturlandsvegi var lokað í báðar áttir og umferð beint um Kjósarskarðsveg meðan vinna á vettvangi stóð yfir. Hinn látni ók jepplingnum, en ökumann flutningabílsins sakaði ekki.

Segir að lokum í tilkynningunni að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaki tildrög slyssins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir heilbrigðiskerfið þvælast fyrir sér og krefur Ölmu um úrbætur

Segir heilbrigðiskerfið þvælast fyrir sér og krefur Ölmu um úrbætur
Fréttir
Í gær

Miklum verðmætum stolið frá Benedikt – „Grunsamlegur maður hlýtur að hafa sést á ferðinni“

Miklum verðmætum stolið frá Benedikt – „Grunsamlegur maður hlýtur að hafa sést á ferðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Nú er ég hræddur um að einhver hafi fengið sleggjuna í trýnið”

„Nú er ég hræddur um að einhver hafi fengið sleggjuna í trýnið”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ummæli Jens Garðars á Alþingi í gær vekja mikla úlfúð – „Fullkomlega ömurlegt“

Ummæli Jens Garðars á Alþingi í gær vekja mikla úlfúð – „Fullkomlega ömurlegt“