fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Segja innslag í Landanum ógeðfellt – „Á ekkert erindi í svona þátt“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. desember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Landanum á RÚV í gærkvöldi var sýnt innslag þar sem tveimur konum og leiðsögumönnum þeirra var fylgt eftir á hreindýraveiðum. Eitthvað virðist innslagið hafa farið fyrir brjóstið á sumum sem segja það bæði ógeðfellt og sorglegt.

Í innslaginu  sést eitt hreindýr skotið, konurnar maka hreindýrablóði á vanga sína OG önnur þeirra stilla sér upp fyrir myndatöku með dauðu hreindýri sem hún hefur væntanlega skotið. Síðan er tekið myndskeið af því úr fjarlægð þegar líffæri eru skorin úr dauðu hreindýri en skorið er á kvið þess á meðan það snýr baki í myndavélina. Skurðurinn sést síðan og líffærin á jörðinni. Loks má sjá þegar farið er með hræið til að gera að því og sjá má það hanga uppi.

Ógeðfellt

Á samfélagsmiðlum er eitthvað um færslur og athugasemdir þar sem innslagið er harðlega gagnrýnt en þó væri full djúpt í árina tekið að segja hneykslunina útbreidda.

Einn einstaklingur skrifar að það hafi verið eitthvað verulega ógeðfellt við innslagið sem valdi sér mikilli sorg og vonleysi gagnvart vegferð mannsins á jörðinni. Það sé þó ekki út af þvi að hann sé svo mikil pempía eða skilji ekki veiðimennsku.

Fleiri taka undir þetta:

„Þar er ég mjög sammála. Mjög ósmekklegt allt saman.“

„Sorglegt.“

„Mér finnst það alltaf frekar ógeðfellt þegar „dráparinn“ stillir sér upp með dýrinu fyrir myndatöku!“

„Ógeðfellt.“

„Ákaflega ógeðfellt. Bý á hreindýrasvæði og hef þau gjarnan utan við húsið mitt. Veit að það er nauðsynlegt að fella hluta hjarðarinnar til að forða henni frá hungurdauða en það má hafa annað fyrirkomulag á því. Það er ömurlegt að sjá karla í Rambo-ham, á monsterjeppum með allar græjur og í felubúningi eltast við skepnurnar og síðan aka þeim á kerrunum í burtu, jafnvel með blóðtaumana rennandi ofan af kerrunum. Vantar bara að þeir skeri hausinn af og setji þá blóðuga upp á húddið. Viðurstyggð.“

„Sammála, viðbjóðslegt.“

„Viðbjóðslegur aumingjaskapur lítilmenna.“

„Er svo sammála, ömurleg og sorgleg umfjöllun í alla staði. Fylgdi einnig kjánahrollur að sjá útbúnað veiðikvenna.“

„Sammála. Á ekkert erindi í svona þátt. Ógeðslegt að klína svo blóðinu framan í sig. Oj bara.“

Ummælin eru raunar fleiri en ekki virðist liggja fyrir að þessar tilteknu hreindýraveiðar hafi farið eitthvað öðruvísi fram en slíkar veiðar gera venjulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir IKEA haft fyrir rangri sök í hálfa öld – „Þarf vissulega að rannsaka betur“

Segir IKEA haft fyrir rangri sök í hálfa öld – „Þarf vissulega að rannsaka betur“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig er örvæntingarfull – „Ég vil ekki þurfa að jarða einkason minn“

Sólveig er örvæntingarfull – „Ég vil ekki þurfa að jarða einkason minn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“