fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Lítt þekkt ættartengsl: Bráðskemmtilega Bónusstúlkan

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. desember 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný auglýsing Bónus hefur slegið í gegn. Þar skólar ung stúlka foreldra sína til í heimilisbókhaldinu og segir þá staðreynd að þau versli dýrar en þarf hafi áhrif á lífsgæði hennar.

Stúlkan sem leikur bókhaldsnillinginn og skilar af sér með afbragðs leikhæfileikum heitir Lovísa Ösp Ögmundsdóttir og er hún sjö ara. Foreldrar hennar eru Arna Ýr Karelsdóttir læknir og Ögmundur Ísak Ögmundsson starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Það eru þó afarnir og ömmurnar sem eru mun þekktari. Móðuramma Lovísu Aspar er Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, ráðgjafi hjá Expectus og stjórnarformaður Hörpu. Eiginmaður hennar er Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri.

Móðurafi er Sigurjón Karel Rafnsson sölustjóri hjá Netkerfum. Eiginkona hans er Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins.

Föðuramma og afi eru Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prestur í Árbæjarkirkju og Ögmundur Máni Ögmundsson tannlæknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir IKEA haft fyrir rangri sök í hálfa öld – „Þarf vissulega að rannsaka betur“

Segir IKEA haft fyrir rangri sök í hálfa öld – „Þarf vissulega að rannsaka betur“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig er örvæntingarfull – „Ég vil ekki þurfa að jarða einkason minn“

Sólveig er örvæntingarfull – „Ég vil ekki þurfa að jarða einkason minn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“