fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Vill sniðgöngu Eurovision og leggur fram nýja tillögu – „Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 5. desember 2025 16:30

Lóa Hjálmtýsdóttir listakona.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lóa Hjálmtýsdóttir, myndasöguhöfundur og tónlistarmaður, vill að RÚV sniðgangi Eurovision í vor en að Íslendingar haldi sína eigin keppni. Hún leggur til að sniðgönguþjóðum verði boðið hingað í staðinn.

Eins og flestir vita þá ákvað EBU, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, að leyfa Ísrael að taka þátt í Eurovision í vor þrátt fyrir mótmæli sumra meðlima. Þar á meðal Íslands.

Í kjölfarið hafa Írar, Spánverjar, Hollendingar og Slóvenar tilkynnt sniðgöngu á keppninni sem fer fram í Vín í vor. Fleiri þjóðir, svo sem Íslendingar, Belgar, Portúgalir og Svartfellingar gætu bæst í þann hóp. RÚV mun tilkynna sína afstöðu eftir stjórnarfund en frestur til að tilkynna um þátttöku er á miðvikudag í næstu viku.

Margir hafa lýst því að Ísland ætti að standa fast á sínu og taka þátt í sniðgöngunni. Meðal annars Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður og fyrrverandi Eurovision keppandi.

Það gerir einnig Lóa Hjálmtýsdóttir, myndasöguhöfundur og meðlimur hljómsveitarinnar FM Belfast. Hún leggur hins vegar til að Ísland haldi engu að síður söngvakeppni hér heima.

„Jólagjöfin mín í ár er vonandi sú að við ákveðum að gera geggjaða Söngvakeppni hér heima og hunsum svo Eurovision þar til þjóðarmorðingjarnir hypja sig,“ segir Lóa í færslu á samfélagsmiðlum. „Við gætum boðið einhverjum snillum frá Slóveníu, Spáni og Írlandi og haft gaman saman og safnað pening fyrir fólkinu á Gaza. Er þetta ekki besta hugmynd sem þið hafið heyrt?“ spyr hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti Alþingis biðst afsökunar á ummælum sínum – „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“

Forseti Alþingis biðst afsökunar á ummælum sínum – „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur spyr hvers vegna Ársæll var bundinn trúnaði í janúar en ekki núna – „Getur opinber embættismaður bara ákveðið það sjálfur?“

Eiríkur spyr hvers vegna Ársæll var bundinn trúnaði í janúar en ekki núna – „Getur opinber embættismaður bara ákveðið það sjálfur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup