fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Sólveig Anna hjólar í Þorstein V. – „Hann er bull“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. desember 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hjólar í Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðing í pistli á Facebook. Hún segir hann fara með staðlausa stafi, sem er ekki fyllilega rétt, og að orð hans staðfesti að hugmyndir og kenningar um fyrirbæri eins og kyn, kynjatvíhyggju og kyngervi snúist um að halda alþýðufólki niðri. Segir hún að Þorsteinn sé einfaldlega að bulla.

Tilefni færslu Sólveigar er texti sem Þorsteinn birti fyrir nokkrur á Facebook-síðunni Karlmennskan sem hann heldur úti. Textinn er svohljóðandi:

„Kynin hafa aldrei verið bara tvö nema í takmörkuðum hugarheimi trúarofstækismanna. Fyrir tíma nýlenduherra og innrætingar kirkjunnar á einfeldningslegum túlkunum á fornum texta blómstruðu fjölmörg kyn og kyngervi. Á Indlandi, í Norður-Ameríku, Arabalöndum og víðar fékk fólk að vera það sjálft. Ekki bara fékk fólk frelsið til að vera það sjálft heldur nutu sum kyn, utan tvíhyggjunnar, félagslegrar og formelgrar viðurkenningar innan samfélaga. En það var fyrir tíma afturhaldssamra þingmanna, kúgunar og innrætingar „hinna réttu“ hugmynda.“

Deila má eflaust um þessa framsetningu Þorsteins og hversu frjálslega hann sé að fara með sögulegar staðreyndir en það er vissulega rétt hjá honum að í þeim samfélögum sem hann nefnir, til forna, var sannarlega til staðar fólk sem féll ekki innan hinnar hefðbundnu kynjatvíhyggju sem við á Vesturlöndum þekkjum svo vel. Lesa má um það meðal annars hér, hér og hér. Það er hins vegar líklega ofmælt að þessir hópar hafi búið alltaf við fullt frelsi.

Vók

Sólveig Anna telur ljóst að Þorsteinn sé ekki að fara rétt með:

„Áróðurs „meistari“ póst-módernískra, a-historical, rad-libba gilda innan úr furðu-heimi theoríunnar, og höfundur textans sem hér fylgir, fékk víst 8 milljónir frá stjórnvöldum árið 2020, í gegnum Jafnréttissjóð Íslands. Og svo efast fólk um að vókið sé top-down hugmyndafræði nýtt af valdinu til að afvegaleiða alþýðufólk og grafa undan samstöðu vinnuaflsins í baráttunni fyrir efnahagslegu réttlæti með því að láta sem hugarórar furðufugla séu sannansti sannleikurinn af þeim öllum og þau sem fallist ekki á furðurnar séu vont fólk. Enn á ný; the mind boggles.“

Sólveig Anna er spurð í athugasemd hvað í texta Þorsteins fari svona fyrir brjóstið á henni. Því svarar hún:

„Hann er bull – viljum við að fólk fái pening frá ríkinu til að dreifa bulli?“

Sagan

Hún á síðan í umræðum við nokkra aðila í athugasemdakerfinu en megin röksemdir hennar eru þær að Þorsteinn sé að nota nútíma skilgreiningar á frelsi og kynum til að lýsa sögu umræddra þjóðfélagshópa á einfaldaðan og yfirborðskenndan hátt:

„Afhverju finnst fólki í lagi að einhver íslenskur gaur sé að notast við orientalisma og eitthvað noble savage röfl til að geta krafsað út pening og status frá hinu opinbera? Afhverju má hann skapa falska og yfirborðskennda frásögn um menningarheima og þjóðir sem hann veit ekkert um til að skapa markað til að selja það að hann sé voða klár? Afhverju má hann taka vestræna hugmyndafræði og klína henni yfir mannkynssöguna og fornar þjóðir og hópa eins og ekkert sé? Afhverju ber fólk ekki meiri virðingu fyrir staðreyndum og þekkingu, og sögunni? Forn og flókin menning er vötnuð niður til að skora stig og þykjast vera flottur gaur. Þetta er ekkert annað en huglæg heimsvaldastefna vestræns karl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti Alþingis biðst afsökunar á ummælum sínum – „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“

Forseti Alþingis biðst afsökunar á ummælum sínum – „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu

Selfyssingur fann ástina í Kenía og gifti sig – Telur eiginkonuna vera vændiskonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur spyr hvers vegna Ársæll var bundinn trúnaði í janúar en ekki núna – „Getur opinber embættismaður bara ákveðið það sjálfur?“

Eiríkur spyr hvers vegna Ársæll var bundinn trúnaði í janúar en ekki núna – „Getur opinber embættismaður bara ákveðið það sjálfur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup

Íhuga hópmálsókn gegn ríkinu vegna Reykjavíkurflugvallar – Eyðileggi jarðarfarir og brúðkaup