

Þetta segir Inga í viðtali við mbl.is.
Um fátt hefur verið meira rætt síðustu daga en þá ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar menntamálaráðherra að auglýsa stöðu Ársæls. Verður skipunartími hans ekki framlengdur og þarf Ársæll að sækja um starfið á nýjan leik.
Ýmsir hafa sett málið í samhengi við símtal Ingu og Ársæls í ársbyrjun eftir að barnabarn hennar týndi skóm í skólanum.
Ársæll tjáði sig um samtalið við mbl.is í gær og sagði að Inga hefði ekki verið í neinu jafnvægi og byrjað strax að hella sér yfir hann. Þá hafi hún talað um að hún hefði ítök í lögreglunni.
„Frásögnin er engan veginn í samræmi við mína upplifun,“ segir Inga við mbl.is en vill ekki tjá sig um tveggja manna tal.
„Við töluðum saman sem fullorðnir einstaklingar og ég hef ekki meira um það að segja og mun aldrei tala um það,” segir hún og bætir við að hún beri engan kala til Ársæls. „Ég þekki hann ekki neitt,“ segir hún.
Nánar er rætt við Ingu á vef mbl.is.