fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Inga Sæland svarar fyrir sig: „Engan veginn í samræmi við mína upplifun“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. desember 2025 11:14

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að frásögn Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, af símtali þeirra í ársbyrjun sé í engu samræmi við hennar upplifun.

Þetta segir Inga í viðtali við mbl.is.

Um fátt hefur verið meira rætt síðustu daga en þá ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar menntamálaráðherra að auglýsa stöðu Ársæls. Verður skipunartími hans ekki framlengdur og þarf Ársæll að sækja um starfið á nýjan leik.

Ýmsir hafa sett málið í samhengi við símtal Ingu og Ársæls í ársbyrjun eftir að barnabarn hennar týndi skóm í skólanum.

Ársæll tjáði sig um samtalið við mbl.is í gær og sagði að Inga hefði ekki verið í neinu jafnvægi og byrjað strax að hella sér yfir hann. Þá hafi hún talað um að hún hefði ítök í lögreglunni.

„Frásögnin er engan veginn í samræmi við mína upplifun,“ segir Inga við mbl.is en vill ekki tjá sig um tveggja manna tal.

„Við töluðum saman sem fullorðnir einstaklingar og ég hef ekki meira um það að segja og mun aldrei tala um það,” segir hún og bætir við að hún beri engan kala til Ársæls. „Ég þekki hann ekki neitt,“ segir hún.

Nánar er rætt við Ingu á vef mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ísland ekki með í Eurovision 2026

Ísland ekki með í Eurovision 2026
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“