

Helga er í viðtali í Morgunblaðinu í dag þar sem hún gagnrýnir meðal annars viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra við málinu.
Kristrún sagði í gær að faglegar forsendur byggju að baki þeirri ákvörðun að auglýsa stöðu Ársæls en honum væri frjálst að sækja um aftur.
„Það væri gott að vita hvaða faglegu forsendur það eru. Að þurfa að sækja um aftur er móðgun, því það er enginn sem hefur meiri hæfni,“ segir Helga sem fer fögrum orðum um Ársæl.
„Hann er mikill fróðleiksbrunnur og nýtur mikillar virðingar innan skólameistarahópsins. Hann er mikill kennari í eðli sínu og alltaf tilbúinn að leiðbeina. Hann hefur staðið sína plikt og lent í erfiðum málum sem hann hefur leyst vel úr,“ segir hún en nánar er rætt við Helgu í Morgunblaðinu í dag.