fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Frakkar auka viðbúnað vegna hættu á hryðjuverkum

Pressan
Föstudaginn 5. desember 2025 06:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönsk yfirvöld hafa ákveðið að auka viðbúnað við jólamarkaði í landinu vegna „mikillar“ hryðjuverkaógnar.

Laurent Nunez, innanríkisráðherra landsins, tilkynnti þetta í vikunni og vísaði til árása á jólatengda viðburði, til dæmis í Þýskalandi og í Strasbourg árið 2018 þar sem fimm voru skotnir til bana.

Nunez beindi þeim tilmælum til löggæsluyfirvalda í landinu að líta á jólamarkaði sem möguleg skotmörk og auka eftirlit. Aðgerðirnar ná ekki aðeins til lögreglu heldur eru rekstraraðilar almenningssamgangna, öryggisverðir og opinberir starfsmenn hvattir til að vera á varðbergi.

Nunez kallaði eftir aukinni sýnilegri viðveru lögreglu og hermanna á fjölmennum svæðum til að fæla hugsanlega ódæðismenn frá.

Yfirvöld í höfuðborginni París ákváðu á dögunum að aflýsa stórum áramótafögnuði sem til stóð að halda á Champs-Élysées. Sambærileg hátíðarhöld voru haldin í fyrra og voru þá sex þúsund lögreglumenn á vakt sem eftir á að hyggja var ekki talið nægilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland ekki með í Eurovision 2026

Ísland ekki með í Eurovision 2026
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“