fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Tóku útlending sem lögreglan neitaði um inngöngu í landið trúanlegan

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. desember 2025 17:16

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að frávísa ónefndum útlendingi frá landinu. Hafði maðurinn verið stöðvaður í Leifsstöð við komuna til landsins en loks vísað þaðan úr landi þegar lögreglan tók skýringar hans á tilhögun og tilgangi ferðar hans til landsins ekki trúanlegar. Nefndin var hins vegar ekki sammála því og sagði manninn þvert á móti hafa verið trúverðugan og gerir sérstaka athugasemd við störf lögreglu í málinu.

Maðurinn kom til landsins í júlí síðastliðnum frá Basel í Sviss en hann er ríkisborgari í Kosovó. Tollgæslunni þótti uppgefinn tilgangur dvalar mannins á Íslandi vera óljós og kallaði til lögreglu. Maðurinn tjáði lögreglumönnum að hann væri kominn til Íslands til þess að heimsækja vin sinn sem hann hefði kynnst í heimaríki sínu mánuði áður. Hafi þeir ætlað að skoða landið saman en maðurinn gat þó ekki sýnt fram á bókanir eða greint frá tilteknum ferðamannastöðum sem hann hygðist heimsækja. Maðurinn sagðist ætlað að gista á heimili vinar síns og myndu þeir ferðast um landið á bíl.

Misræmi

Þegar maðurinn var spurður um flugáætlun sína kom í ljós misræmi í framburði hans þar sem þriðji maðurinn, þ.e.a.s. hvorki hann sjálfur né vinur hans, hafði bókað flug hans en maðurinn sagðist hins vegar hafa gert það sjálfur. Maðurinn var með 930 evrur til framfærslu.

Var manninum í kjölfarið vísað frá landinu og fékk því aldrei að komast lengra en inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Byggði ákvöðrunin á því að maðurinn hafi hvorki gefið upp hvað hann ætlaði að gera hér á landi né sýnt fram á bókanir þar að lútandi.

Maðurinn kærðir fljótlega frávísunina til kærunefndar útlendingamála.

Í kærunni kom meðal annars fram að maðurin hefði skýrt frá því að hann væri kominn til landsins sem ferðamaður og hafi hann ætlað að heimsækja vin sinn, sem væri dvalarleyfishafi á Íslandi. Hann hafi sýnt fram á brottfararmiða, gistingu og fjármuni.

Hann hafi þar með gefið upp lögmætan tilgang fyrir dvöl sinni á landinu og lögreglan hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni í málinu þar sem hún hafi aldrei haft samband við þennan vin hans.

Víst trúverðugt

Í niðurstöðu kærunefndar útlendingamála segir að samkvæmt gögnum málsins hafi maðurinn hafi sagst ætla að gista á heimili vinar síns á tilgreindu heimilisfangi og myndu þeir ferðast um landið á bíl. Hann hafi sýnt fram á flugbókun til heimaríkis síns að nýju sem hann hefði sagst hafa bókað sjálfur. Við nánari athugun lögreglu hafi hins vegar komið í ljós að nafngreindur þriðji maður hafi bókað flug hans.

Nefndin segir að með vísan til fyrirhugaðrar tímalengdar dvalar mannsins hér á landi í samhengi við að hann segðist kominn til að hitta nafngreindan vin sinn sem búsettur sé hér á landi, og að ekkert bendi til þess að maðurinn hafi áður komið við sögu hjá lögreglu, dvalið hér á landi með ólögmætum hætti eða stundað ólögmæta atvinnu, verði ekki talið að tilefni hafi verið til að gera strangari kröfur til framlagningar gagna eða trúverðugleika framburðar mannsins. Það að hann hafi sagst kominn hingað til lands fyrir vikulanga dvöl í þeim tilgangi að heimsækja vin sinn og ferðast um landið með honum, án þess þó að hafa verið búinn að ganga frá bókunum í afþreyingu fyrirfram verði að teljast raunhæft og trúverðugt.

Athugasemd

Nefndin bendir á að lögreglan á Suðurnesjum hafi ekki haft samband við vin mannsins og þá hafi maðurinn ekki verið inntur eftir boðsbréfi til að staðfesta tryggt húsnæði á meðan á dvöl hans stóð. Sömuleiðis hafi hann ekki verið spurður út í misræmi í framburði hans varðandi framlagða flugbókun. Þessi atriði hafi lögreglan átt að rannsaka og án slíkrar rannsóknar verði sá vafi sem uppi sé í málinu um tilgang og skilyrði fyrirhugaðrar dvalar mannsins ekki metinn slíkur að hann vegi þyngra en þau hlutlægu skilyrði sem hann uppfylli fyrir tilgangi komu og dvalar hér á landi.

Maðurinn hafi leitt nægar líkur að þeim tilgangi sem hann hafi gefið upp fyrir dvöl sinni hér á landi og þar með séu lagaskilyrði fyrir frávísun ekki fyrir hendi. Ákvörðun um frávísun er því felld úr gildi.

Í lok úrskurðar nefndarinnar er gerð sérstök athugasemd við störf lögreglu í málinu. Skort hafi á rökstuðning í ákvörðuninni um frávísun og manninum ekki verið leiðbeint um að hann ætti rétt á slíkum rökstuðningi. Atvik málsins hafi heldur ekki verið skráð fyrr en viku eftir að ákvörðun um frávísun var tekin. Fyrrnefnda atriðið samræmist ekki stjórnsýslulögum og það síðara sé ekki í samræmi við upplýsingalög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin