fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Segir að nýtt leigubílafrumvarp muni tryggja öryggi farþega og endurvinna traust á stéttinni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. desember 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Helgi Pálmason, þingmaður Flokks fólksins, fjallar um frumvarp samflokksmanns síns, Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra, um leigubílaakstur, í aðsendri grein á Vísir.is.

Sigurður segir að glundroði og óöryggi hafi einkennt leigubílaþjónustu frá því ný lög um starfsemina voru sett árið 2023 og nánast fullt frelsi var veitt til leigubílaaksturs. Fréttir af svindli og ofbeldi gegn farþegum hafi rýrt traust almennings á þessari mikilvægu þjónustu. Sigurður fer síðan yfir helstu breytingar sem nýtt frumvarp boðar:

„Frumvarp ráðherra sem nú liggur fyrir er ætlað að vinda ofan af þessari óheillaþróun og endurvinna öryggi og traust. Allir leigubílstjórar yrðu skyldaðir til að tilheyra viðurkenndri leigubílastöð sem beri ábyrgð á rekstri sinna ökumanna, eftirliti og því að lögum sé fylgt. Þar að auki verði innleitt rafrænt eftirlit þar sem hver einasta ferð verði skráð frá upphafi til enda ásamt verði. Þetta mun stórbæta öryggi farþega, ekki síst viðkvæmra hópa, auðvelda lögreglu rannsókn mála og draga úr líkum á ofrukkunum og svikum.“

Sigurður greinir frá því að málið sé að klárast í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og gert sé ráð fyrir að það fari í aðra umræðu strax eftir áramót. Mikilvægt sé að þessar breytingar náist í gegn sem fyrst því ástandið á leigubílamarkaðnum sé óviðunandi. Sigurður segir ennfremur:

„Meginástæða frumvarps ráðherra Flokks fólksins er einföld: Öryggi og traust almennings á að vera í forgangi. Við getum ekki setið aðgerðalaus þegar óreiða ríkir á leigubílamarkaði og ógnar öryggi fólks. Með þessum breytingum tökum við skref í átt að ábyrgari, öruggari og réttlátari þjónustu, bæði fyrir farþega og leigubílstjóra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ísland ekki með í Eurovision 2026

Ísland ekki með í Eurovision 2026
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“