fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. desember 2025 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er svekktur yfir nýjum verðbólgutölum sem birtust í gær. Ársverðbólga mælist nú 4,5 prósent og hækkar hún um 1,15% á milli mánaða.

Vilhjálmur gerði þetta að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

„Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin,” sagði Vilhjálmur og bætti við að hækkun verðtryggðra húsnæðislána heimilanna nemi 23 milljörðum króna, eingöngu vegna þess að neysluverðsvísitalan hækkar um 1,15% á milli mánaða.

„Heimilin skulda yfir 2.000 milljarða króna í verðtryggðum lánum og hver einasta hækkun vísitölunnar skilar sér beint í hærri skuldum,” sagði Vilhjálmur og bætti við að þetta bitnaði ekki eingöngu á þeim sem eiga lán.

„Þeir sem búa í leiguhúsnæði finna líka fyrir þessu. 320 þúsund króna húsleiga hækkar um tæpar 3.700 krónur á mánuði þegar vísitalan hækkar um 1,15%. Verðbólgan fer þannig beint inn í heimilisbókhaldið – bæði hjá skuldsettum heimilum og leigjendum.”

Vilhjálmur var ómyrkur í máli í samtali við mbl.is í gær og sagði að það væri ekkert skrýtið að við næðum ekki tökum á verðbólgunni ef stjórnvöld, sveitarfélög, verslun og þjónusta tækju ekki þátt í þessari vegferð.

Kvaðst hann hafa áhyggjur af því að Seðlabankinn muni ekki lækka stýrivexti vegna hækkandi verðbólgu og þá sagðist hann óttast að forsendur kjarasamninga muni ekki standa þegar kemur til endurskoðunar næst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stórtækur þjófur með mikið magn vopna í sinni vörslu

Stórtækur þjófur með mikið magn vopna í sinni vörslu
Fréttir
Í gær

Hraunar yfir jólatónleika Emmsjé Gauta – „Dröslað á svið í færibandavinnu sem minnti á sláturhús“

Hraunar yfir jólatónleika Emmsjé Gauta – „Dröslað á svið í færibandavinnu sem minnti á sláturhús“
Fréttir
Í gær

Söfnun fyrir Maríu og fjölskyldu hennar

Söfnun fyrir Maríu og fjölskyldu hennar
Fréttir
Í gær

Hegðun Trump gæti ýtt Íslandi yfir línuna í átt til ESB aðildar

Hegðun Trump gæti ýtt Íslandi yfir línuna í átt til ESB aðildar
Fréttir
Í gær

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert