fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 23. desember 2025 15:30

Katina ullar á gesti SeaWorld. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katina, einn af frægustu háhyrningum heims, er dáin 50 ára að aldri. Hún þótti vera mikill persónuleiki og var þekkt fyrir að ulla á áhorfendur í sædýragörðum.

Talið er að Katina hafi verið fædd árið 1975. Hún var veidd við Íslandsstrendur sem ungur kálfur og seld til sædýragarðsins Marineland í Kanada. Þaðan var hún keypt til SeaWorld í Bandaríkjunum og flutt í garð þeirra í San Diego árið 1982, síðan til Ohio og loks til Orlando árið 1984 þar sem hún var til dauðadags þann 20. desember á þessu ári.

Katina var næstelsti háhyrningur heims í haldi manna en engu að síður lést hún langt fyrir aldur fram, aðeins fimmtug að aldri. Talið er að háhyrningar geti orðið 80 eða 90 ára gamlir í náttúrunni.

Dýraverndunarsamtök telja að ástæðan fyrir því að háhyrningar lifa svo stutt í haldi manna sé að þeir syndi mun styttri vegalengdir. Þeir fái ekki þá hreyfingu sem þeir þurfa til að lifa eðlilegu lífi.

SeaWorld harmar fráfall Katinu sem var einn vinsælasti háhyrningur garðsins. Hún hafi verið mikill persónuleiki og var þekkt fyrir að ulla á áhorfendur.

„Í mörg dásamleg ár heillaði Katina milljónir gesta og hvatti þá til að læra meira um þessa ótrúlegu tegund,“ segir í tilkynningu garðsins.

Katina átti fjölda afkvæma, meðal annars með einum þekktasta háhyrning heims, dráparanum Tilikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”
Fréttir
Í gær

Hraunar yfir jólatónleika Emmsjé Gauta – „Dröslað á svið í færibandavinnu sem minnti á sláturhús“

Hraunar yfir jólatónleika Emmsjé Gauta – „Dröslað á svið í færibandavinnu sem minnti á sláturhús“