

Miðflokkurinn hefur verið á flugi í skoðanakönnunum undanfarnar vikur og mælist flokkurinn nú með 19,5 prósenta fylgi. Hefur fylgi Miðflokksins aldrei mælst meira. Samfylkingin er sem fyrr stærsti flokkurinn og er fylgið nú 31,1 prósents fylgi.
Sjá einnig: Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Vísir sagði frá Þjóðarpúlsi Gallup í gær og er aðalmyndin af Sigmundi Davíð þar sem hann er íbygginn á svip í Alþingishúsinu.
„Úps! Nú hef ég gert eitthvað af mér. Þessi mynd dregin fram,” sagði forsætisráðherrann fyrrverandi og virðist myndin ekki vera í miklu uppáhaldi hjá honum.