fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Súlunesmálið: Margrét misþyrmdi foreldrum sínum eftir að hún var búin að opna afmælispakkana frá þeim

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. desember 2025 15:00

Margrét Halla Hansdóttir Löf. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því marga sérstæða við morðið í Súlunesi og aðdraganda þess er sú staðreynd að seint um kvöldið fyrir lát Hans Roland Löf tannsmiðs héldu Margrét Helga Hansdóttir Löf og foreldrar hennar upp á 28 ára afmæli hennar. Ágreiningur reis um atriði sem tengdist afmælisfögnuðinum og varð til að kynda undir ofsareiði Margrétar. Virðist ósættið hafa snúist um að móðurafi hennar tók ekki þátt í afmælisfögnuðinum, vegna einhvers misskilnings. Í texta dómsins segir um þetta:

„Aðspurð um afmælisdag sinn 10. apríl 2025 mátti merkja að sökum misskilnings hafi afi hennar ekki tekið virkan þátt í afmælisboði að […], hann ekki náð að borða með þeim, þetta valdið „stressi“ og „leiðindum“ hjá ákærðu og allt „farið í klessu“. Áður hefði ákærða hitt tvær vinkonur sínar ([…] og […]), hún því komið seint heim og snætt síðbúinn kvöldverð með foreldrum sínum. Eftir það hafi hún opnað afmælispakka, allt verið „í klessu miðað við hvernig planið var í upphafi“, úr því orðið einhver pirringur, sem undið hafi upp á sig og leitt til „einhverra handalögmála“.“

Hún segir að afmælisfögnuðinum hafi seinkað þar sem hún hafi verið úti með vinkonum sínum um kvöldið en síðan sest að afmælissnæðingi með foreldrum sínum um kl. 23:30. Að lokinni máltíðinni hafi drjúgur tími farið í að opna afmælispakka Margrétar og eftir það hafi þau fengið sér af afmælikökunni.

Rifrildi og ofbeldi virðist hafa byrjað fyrir afmæliskvöldverðinn en Margrét sagði við skýrslugjöf hjá lögreglu að um slagsmál þeirra þriggja hefði verið að ræða en ekki einhliða ofbeldi af hennar hálfu. „Hún og foreldrar hennar hafi einnig rifist og rifrildið staðið yfir í jafn langan tíma. Meðan á slagsmálum stóð hafi ákærða verið klipin af foreldrum sínum og þau ýtt við henni og hrist hana. Á móti hafi hún slegið frá sér, „ekki oft samt og ekki þung högg“ og þau flest komið í móður hennar og aðeins eitt högg hæft föður, nema hann hafi gengið á milli mæðgnanna og við það fengið fleiri högg á sig,“ segir meðal annars um framburð Margrétar hjá lögreglu um þetta.

Þegar lögregla sýndi Margréti ljósmyndir af hrikalegum áverkum móður hennar við innlögn á LSH, og að móðirin hefði sagt að áverkarnir væru eftir hana, þá sagði Margrét: „…að þetta er ekki allt eftir mig, en þetta er eitthvað eftir mig.“

Margréti voru kynntir ýmsir áverkar sem höfðu fundist á föður hennar, bæði í kjölfar andláts hans sem og við fyrri skoðanir er hann leitaði til Landspítalans. Hún sagðist ekki hafa valdið öllum þessum áverkum. Þetta er rakið svona í texta dómsins:

Í framhaldi var ákærðu kynnt að í samtali föður hennar við félagsráðgjafa á LSH 6. apríl 2025 hafi hann verið með áverka í andliti og á
eyra vegna meints heimilisofbeldis af hálfu „persona“, sbr. kafli II.-4.4.2. að framan. Ákærða kvaðst ekkert um þetta vita og ekki hafa veitt föður sínum téða áverka. Hún kvað hins vegar rétt að hún hafi einhvern tíma slegið til foreldra sinna, án þess að miða á sérstaka staði og þannig eitt sinn gefið föður sínum glóðarauga og ef til vill einnig hæft eyra hans í eitthvert skipti. Ákærðu voru einnig kynntir skráðir áverkar í sjúkraskrá föður hennar 21., 23. og 25. mars og 4. apríl 2025 og kvaðst bera ábyrgð á einhverjum áverkum föður síns, „einhverjum marblettum og eitthvað svona, en ég get ekki svarað fyrir allt sem þau eru með, ég veit ekki hvernig allt er til komið“.

Ákærðu var sýnd mynd af andliti A föður hennar við innlögn á LSH að morgni 11. apríl og sagði til svars: „Svo datt hann líka niður þarna þegar ég heyrði skellinn og ég veit, þú veist, alveg þungt högg, fór með andlitið í og ég reikna með að þetta hafi komið við það.“

Sem fyrr segir átti Margrét 28 ára afmæli kvöldið fyrir dánardag föður hennar. Faðir hennar, Hans Roland Löf, átti hins vegar 81 árs afmæli daginn eftir, á dánardegi sínum, 11. apríl 2025.

Dóminn í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar
Fréttir
Í gær

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”