fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

„Ég bara vissi það að ég vildi þekkja þennan mann meira, sem og ég gerði. Það varð úr því hjónaband“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. desember 2025 19:00

Bryndís í peysu sem hún hannaði og prjónaði. Mynd: Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gamalt fólk talar svo mikið um einsemd. Ég mæli ekki með því að rækta hana,“ segir Bryndís Víglundsdóttir kennari og rithöfundur. Bryndís er 92 ára og er enn á fullu við að flytja fyrirlestra, prjóna og verja tíma með fólkinu sínu eins og hún segir í viðtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1.

Bryndís segir að hægt að brjóta upp á einsemdina með ýmsum leiðum. „Maður þarf ekkert endilega að vera einn í heiminum.“

Bryndís segir jafnframt að undirbúningurinn fyrir ellina byrji á meðan maður er enn þá ungur. Samböndin sem maður stofni til ungur búi maður að alla ævina. „Á maður fólk sem maður hefur ánægju af því að tala við, sem eru vinir manns?“

Vissi strax að hún vildi kynnast þessum manni betur

Bryndís kynntist Guðmundi Bjarnasyni eiginmanni sínum þegar hún vann sem flokkstjóri vinnuskólans í Heiðmörk. Guðmundur var skógræktarmaður og ættaður frá Ingjaldssandi í Önundarfirði en fjölskylda hans fluttist suður þegar hann var unglingur. Hlutverk Guðmundar var að fylgjast með því að þau hefðu nóg af plöntum og færu rétt að.

„Mér féll mjög vel hvernig þessi maður talaði við unglingana, bara mjög vel. Svo fórum við að drekka saman nestið okkar í hádeginu og það var alltaf svo gaman að tala við hann. Ég bara vissi það að ég vildi þekkja þennan mann meira, sem og ég gerði. Það varð úr því hjónaband.“

Guðmundur lést árið 1983 aðeins 63 ára gamall í Rússlandi, en þar var hann staddur í ferð með Bryndísi og nemendum hennar. Árið 1957 hafði Guðmundur farið á Heimsmót æskunnar í Rússlandi og langaði hann því mikið að fara með hópnum aftur til sjá hvort lífið hefði batnað hjá rússnesku þjóðinni.

„Ég var nú mjög kvíðin að hann kæmi með, bara út af heilsunni. En ég hugsa með mér: af hverju skyldi ég stoppa það úr því hann langar svona mikið að fara? Ég myndi ekki velja Rússland til að deyja í, ef ég mætti velja. En það fór nú svona samt, maður ræður ekki öllu.“ 

Bryndís segist heppin að vera við góða heilsu og í fullu fjöri, en hún segir góða heilbrigðisstarfsmenn, lækna og hjúkrunarfólk halda henni vel gangandi. „Ég fer í fastar eftirlitsferðir til að sjá að það sé nú allt í lagi,“ segir hún og hlær.

Bryndis segir að henni þyki ekki óþægilegt að hugsa um dauðann og hún sé farin að hugsa um lögin sem hún vill hafa í útför sinni, sem hún vill hafa ánægjulega:

„Þetta er samningur sem er gerður við alla sem fá að fæðast: Þú munt fá einhvern tíma og svo er honum lokið og þá heitir það að deyja. Ég vil taka þátt í því að lokum að fagna lífi sem mér finnst bara hafa verið ánægjulegt. Maður á að fagna því að vera þakklátur fyrir það.“

Hlusta má á viðtalið við Bryndísi í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“
Fréttir
Í gær

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Í gær

Elmar fékk þungan dóm

Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Í gær

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð
Fréttir
Í gær

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”