fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 17. desember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þriðjungur grunnskólanema á landinu naut, samkvæmt nýjustu tölum, sérkennslu eða stuðnings í námi en hæst er hlutfallið á Vestfjörðum en í sumum sveitarfélögum þar fór hlutfallið yfir 50 prósent.

Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn Jón Péturs Zimsen þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Tölurnar koma frá Hagstofu Íslands en eru ekki alveg nýjar en ekki eru til nýrri tölur en frá skólaárinu 2022-23.

Fram kemur í svarinu að þetta skólaár voru nemendur í grunnskólum landsins 47.115 (24.161 drengir og 22.954 stúlkur). Tæp 34 prósent nemenda í grunnskóla á Íslandi hafi notið sérkennslu eða stuðnings þetta skólaár, tæplega 39 prósent drengja og 28 prósent stúlkna. Hlutfall nemenda sem nutu sérkennslu eða stuðnings hafi verið hæst 53 prósent í sveitarfélögum á Vestfjörðum með færri en 1.000 íbúa. Þetta eru Bolungarvíkurkaupstaður, Reykhólahreppur, Súðavíkurhreppur, Kaldrananeshreppur og Strandabyggð. Lægst var hlutfallið hjá Akraneskaupstað og Borgarbyggð sem talin voru saman, eða 16,7 prósent en fram kemur að vegna persónuverndarsjónarmiða voru sveitarfélög þar sem grunnskólar voru færri en þrír talin með nærliggjandi sveitarfélagi sem var með fleiri en 1.000 íbúa.

Yfirleitt fleiri drengir

Hlutfallið er yfir 40 prósent á sex svæðum þar sem eru samtals 16 sveitarfélög. Þetta eru Grinda­vík­ur­bær, ​Sveitarfélagið Vog­ar og Suður­nesja­bær sem talin eru saman. Síðan Tálkna­fjarðar­hrepp­ur og ​Vest­ur­byggð sem talin eru saman. Húnaþing vestra, Húna­byggð og ​Sveitarfélagið Skagaströnd sem talin eru saman og loks Þing­eyj­ar­sveit og Fjarðabyggð. Áður hefur verið minnst á þau sveitarfélög þar sem hlutfallið er hæst.

Á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið hæst í Hafnarfirði 38,6 prósent en lægst í Mosfellsbæ 26,9 prósent.

Drengir fengu frekar sérkennslu eða stuðning en stúlkur, í öllum sveitarfélögum nema í Hvalfjarðarsveit, Eyja- og Miklaholtshreppi og Dalabyggð sem eru talin saman. Þar var hlutfall drengja 24,7 prósent en 39,6 prósent hjá stúlkum.

Munurinn á milli drengja og stúlkna er mismikill eftir sveitarfélögum en í mörgum þeirra er munurinn meiri en 10 prósentustig.

Hæst fer hlutfall drengja sem fá sérkennslu eða stuðning í 61 prósent í fyrrgreindum sveitarfélögum á Vestfjörðum með færri en 1.000 íbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hvetur foreldra til að huga að þessu – „Óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðum”

Hvetur foreldra til að huga að þessu – „Óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðum”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Andrés sakfelldur fyrir nauðgun gegn stúlku undir 15 ára aldri – Brotaþoli gat lýst íbúðinni hans

Andrés sakfelldur fyrir nauðgun gegn stúlku undir 15 ára aldri – Brotaþoli gat lýst íbúðinni hans
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 
Fréttir
Í gær

Salvar Þór 12 ára trónir enn á toppnum

Salvar Þór 12 ára trónir enn á toppnum
Fréttir
Í gær

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi
Fréttir
Í gær

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“