

Maðurinn sem lést í umferðarslysinu sem varð á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ 8. desember síðastliðinn hét Bjarki Fannar Björnsson. Hann var 29 ára og búsettur í Reykjavík.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Slysið varð með þeim hætti að árekstur varð á milli jepplings og flutningabíls á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, sunnan Leirvogsár á móts við Bugðufljót. Hinn látni ók jepplingnum.